þriðjudagur, apríl 26, 2005

massívt að gera...

vá, það er búið að vera brjálað að gera... og gunni segist vera búinn að éta heilt hænsnabú í vetur!!! mér fannst það mega fyndið... brjálað að gera í skolen, erum á leið í kynningu 6.maí og erum alltaf að finna meira og meira sem þarf að gera og þurfum sífellt að vera að breyta helling... en held nú samt að þetta verði allt í lagi bara... vona það!!! er nebblega komin með gellu í hópinn... hún er voða nákvæm eitthvað og alltaf með allt á réttum tíma... sem er svo sem ágætt, því ég er ekki svoleiðis og hef aldrei verið... dæmi: tók mér ca.7 ár í að klára stúdentspróf... var 23 þegar ég kláraði... fór í iðnskólann og kláraði fyrr en yfirleitt... keypti mér íbúð á undan öllum sem ég þekki... seldi íbúð á undan öllum sem ég þekki... byrjaði í háskóla 24 ára... sem ég mæti yfirleitt aldrei í á réttum tíma... og ekki má gleyma því að ég hef yfirleitt aldrei mætt á mannamót á réttum tíma...

það er gaman að velta þessu fyrir sér... og ansi margt í viðbót sem ég gæti talið upp :) en að öðru: harpa systir og katla dóttir hennar voru hérna um helgina... fórum út að borða á fös og laug... og harpa bauð!!! takk kærlega fyrir það :) þetta var æði og svo skelltum við stelpurnar okkur á djammið á laug... enduðum í partý heima hjá mér langt fram á morgun.... endalaust stuð! en það verður nú nokkur tími þar til mar fer á djammið aftur... verður víst að bíða fram yfir kynningu... nú verður skólinn bara annað heimili... verst að það er ekki sturta hérna... þá gæti mar bara komið með sleeping bag og gist! ekkert á þessum þvælingi alltaf... ojjjjj...

annars þykist ég vera byrjuð að fara út að hlaupa... sjáum hvernig það gengur!!! en er hörð á því að fara í dag... fór líka í gær... og er mikið að taka mig á í að meika þetta... en í ljósi fyrri reynslu þá sjáum við bara til!!!

guten tag...

Engin ummæli: