fimmtudagur, maí 04, 2006

sumarið loksins komið...

ja hérna
... sumarið barasta loksins komið hér í baunalandi...
.
er búin að bíða og vona þvílíkt lengi eftir þessum tíma... samt setur að mér ákveðinn kvíði um leið og hann kemur... "hvað verður um námið?" spyr ég sjálfa mig í sífellu og viti menn... eins og staðan er í dag þá verður ekki neitt... nibb... hvorki ég né grúppan mín erum búin að gera "rassgat" síðan fyrir páska... að vísu tel ég ei með skýrsluna sem tók vikuna eftir páska en fyrir mér er það sona meira verkefni til að trufla mig...
.
veðrið hefur verið massa gott undanfarið svo það er kannski ekki skrýtið að mar týnist í þessu öllu saman... "á ég að fara í skólann og hlusta á tilgangslausan fyrirlestur í 3 klst, láta samt sem áður sjá mig í skólanum eða fara bara á kaffihús og funda þar um námið... og fá sér öl í leiðinni???"...
.
-sona er sumarið-
-ruglað veður, fólk í glasi og pissar barasta þar sem því sýnist-
.
erfiðar spurningar sem leiða yfirleitt aðeins af sér eitt... öl... og það ekki í litlu magni... veðrið hérna kveikir svoleiðis í manni að mar langar bara að djamma af sér "rassgatið"... er að vísu ekki, sem betur fer, sullandi í ölinu alla daga svo það er allavega mætt eitthvað... en eins og núna, þá sit ég heima... búin að fá mér eins og 4 litla öl og slatti af liði farið á djammið... og djöfull langaði mig með!!!
.
nei... ég neita að verða fórnalamb sólskinsdjamms... er heima, að blogga vitleysuna til að sleppa við að læra og sleppa við að fara að sofa alveg strax... þó svo ég eigi og ætla að mæta í skólann kl 8:10 í fyrrámálið...
.
sama liðið ætlar sér aftur á djammið á morgun... væri jafn mikið til í að fara með og núna en nei... hef held ég ekki mætt einn einasta föstudag síðan önnin byrjaði og ætla mér að byrja núna... djöfuls, helvítis, andskotans...
.
???gat ég ekki valið mér betri tíma til að verða betri manneska???

Engin ummæli: