mánudagur, maí 08, 2006

málningardagur...

...þvílík einasta snilld...
.
á öllum mínum fullt af árum hef ég sjaldan kynnst eins mikilli snilld og átti sér stað hér síðasta laugardag... hingað mættu galvaskir vinir vorra til að skíta sig út... sum sé að hjálpa okkur að mála pleisið...
.
Baldur og Diddi að massa stofuna
.
markmiðið var sett hátt... klára alla 160 fermetrana þennan sama dag... öll vissum við að það væri vel hugsanlegt að við yrðum fyrir vonbrigðum en hópandinn getur yfirbugað allt... þetta rokgekk allt saman og allir settust á eitt að ýta undir alla hina að klára sem fyrst... og það tókst!!!
.
Hlín og Dagný með skurðtæknina á hreinu
.
húshaldarar voru búnir að lofa öl og grilli í laun fyrir þennan góða dag og það heppnaðist með eindæmum vel... halli chef tók að sér borðhaldið og eldun og sjá um að liðið færi satt úr húsi eftir erfiðan dag... massa góður matur þar á ferðinni :)
.
ásta og arnar kíktu með sitt lið í matinn, sem og hrefna og mehdi og valdís og soffía tinna... held við höfum endað um 16 manns í grilli :)
.
meirihlutinn af snillingunum að spisa í góða veðrinu
.
...innilegar þakkir til allra sem hjálpuðu okkur...
.
...þetta var hin einasta snilld...
.
takktakktakk

Engin ummæli: