mánudagur, ágúst 29, 2005

komin til köben...

jessurí bob... þá er maður komin aftur heim til köben...
búin að bralla mikið í sumar... flest ykkar vita hvað það hefur verið svo ég ætla mér ekki að rekja það neitt frekar hér :) en þetta var heldur betur eitt skemmtilegasta sumar sem ég hef upplifað :)
allt að gerast í köben... mér skilst að það sé búið að reka mig úr skólanum þrátt fyrir að ég hafi fengið frí... kemur í ljós á morgun og ég get sagt ykkur það að ef þeir ætla sér að halda þessu til streitu þá vita þeir greinilega ekki hvernig ég er... hehe!!! ég geri allt vitlaust eins og mér einni er lagið!!!
annars er ferlega fínt að vera komin heim... sjöbba og hlín koma á fös og þá verður heldur betur tekið á því... öll næsta helgi!!!
hlakka til að byrja í skólanum (þegar ég verð tekin í sátt) og bið hvaða anda sem þið dýrkið að gæta ykkar...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæhæ
Vaknaði ekki fyrr en upp úr fimm á sunnudaginn...þannig að ég var í roti þegar þú hringdir....verð í bandi fljótlega;)
Maja

Nafnlaus sagði...


Það var svo mikil drykkja um helgina að ég gleymdi að kveðja þig, en já góða komu til Köben... takk fyrir sumarið;) Gústi kom áðan og tók tölvuna.. loksins laus við það.. kv, Björg