laugardagur, október 06, 2007

var ég ekki búin að lofa djammsögu???

here it is...

where to begin???

byrja á kollegibar hlínar þar sem við fórum "óvart" á djammið á fimmtudegi fyrir 2 vikum síðan... ég orðin fínt vel í glasi og á mínu daður tímabili... sé svona líka sætan gæja og hözzla hann :P nema hvað... hann átti hvergi heima en gisti hjá vini sínum sem bjó í eins herbergja íbúð á umræddu kollegi og ég var í gistingu hjá hlín og átti heldur hvergi heima... vinur hans var sko alveg sáttur það kvöld að lána okkur íbúðina :P ekki mikið meir um það kvöld....


svo síðasta laugardag bauð afmælisbarnið hún hlín fullt af fólki að mæta á barinn og drekka og fagna stórafmælinu :) það var stuð fram eftir kvöldi og mætir ekki mitt fyrrverandi hözzl... ennþá jafn sætur :) vorum bæði voða kammó fyrst en endaði að sjálfsögðu í hözzlinu aftur :P ekki annað hægt... nema hann átti hvergi heima ennþá og enn í gistingu hjá vininum... en vinurinn var reyndar í svíþjóð það kvöld svo það var lítið mál að vera þar :)


svo kemur pönchið... ég vakna eftir gleði næturinnar um kl. 6:30 við það að vinurinn stendur yfir okkur að reyna að vekja hözzlið mitt... verð að taka það fram að vinurinn er eins flaming gay og hægt er að ýminda sér - reynið að sjá þetta fyrir ykkur... standandi yfir rúminu og aðeins ein sæng! anyhú... hann byrjaði strax að skamma hözzlið mitt, man reyndar ekkert hvað hann var að segja en náði því að ég átti sko ekki að vera þarna... vinurinn kom sko heim með nýja gæjann sinn! vinurinn fór svo fram á gang svo maður gæti nú klætt sig en hözzlið mitt í því að rífast við hann í gegnum dyrnar á meðan á því stóð... svo allir komnir í föt, opnað fram, haldið áfram að rífast og bang! haldið þið að hözzlið mitt hafi ekki bara ákveðið að flytja út þarna strax um morguninn... ég forðaði mér fram á gang, hözzlið byrjaði að henda út dóti, ég skildi ekki neitt í neinu, annar vinur þeirra sem bjó á sama gangi líka að fylgjast með og skildi heldur ekki neitt... við erum sko að tala um að henda dótinu fram á gang... líka matnum! þetta var náttlega mesta drama sem ég hef á ævinni orðið vitni að!!! og ég náttlega ennþá full... og tók þátt í dramanu... var öll: er þetta mér að kenna??? og felldi tár, hringi í hlín sem kom yfir og sagði mér að koma mér út, en nei... ég vildi vera áfram í dramanu!!! hvað er það??? var á endanum fullvissuð um að þetta væri nú alls ekki mér að kenna heldur löngu tímabært drama!!!

þetta tók nú smám saman enda og ég löngu hætt að fella tár (voru bara nokkur :P) og þegar hözzlið hélt hann væri kominn með allt þá spurði ég hann hvað planið væri og hann vissi það nú bara alls ekki! þannig ég og vinurinn sem býr á sama gangi fórum aðeins að taka til í draslinu og raða því í kassa og þannig... og færa það nær lyftunni svo það yrði auðveldara að flytja... vinurinn á ganginum fór svo inn til sín og bjó til strawberry daquiry sem við síðan drukkum sitjandi á ganginum með búslóð hözzlsins við hliðina! endaði svo sem allt vel þó svo ég vildi ekki fá símann hjá mínum... meika ekki gay drama helvítis! ekki aftur...


hef aldrei á ævinni lent í öðru eins! og að ég skyldi hafa tekið þátt í þessu... hahahahahaha... never again! en ég ætla ekki að lofa því að ef ég hitti hann aftur að það gerist ekkert... híhíh...


langar í lokin að skella hér inn mynd af mér fyrir þrem árum síðan og annarri sem var tekin bara núna um daginn... check out the difference :)



...ég í skólanum fyrir þremur árum...


...þremur árum seinna og alltaf lítur mar betur út í svarhvítu...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vá hvað tíminn gerir þig fallega vinkona:)
en þetta er skemmtilegasta dramasagan mín hahahhaha... þvílík snilld!!

Nafnlaus sagði...

Guð hvað þú lítur vel út. Gaman að heyra djammsögur. Sé þetta of vel fyrir mér hehe:)

Kv.Íris