miðvikudagur, júní 30, 2004

easy going...

jæja, ekki þunn í dag... fórum samt að sjálfsögðu á barinn í gær með liðið, tókum nokkra öllara :) hins vegar var maginn eitthvað að segja til sín... hann höndlar ekki svona mikinn bjór á svo fáum dögum...hehe!! björt frænka kom í gær, mætti í þynnkupleisið... ég var ekki upp á mitt besta, get ég sagt ykkur!!! en ég held ég hafi meikað það sæmilega, lagði mig loksins og sótti síðan ask og beggu út á völl... þau svaka spennt að vera mætt til köben :) fór með þau í bæinn í dag og þau versluðu heilan helling, svo hittum við hrefnu og fórum á magnaðan veitingastað, la veggia senora... held ég:) svaka góður ítalskur veitingastaður... svo var bara tekið rólegt kvöld... ekki einn einasti bjór!!! á morgun ætlum við að massa túristann og skella okkur í dýragarðinn... það verður örugglega fjör, fór þangað sjálf í fyrra! það er nú nett gaman að túristast, ég tala nú ekki um þegar ég veit svona margt...híhí!!!
stelpurnar á leið á roskilde, fóru að tjalda í gær og allt pakkað!!! gussa gekk um í ca. 2 tíma að leita að plássi og fékk loksins við göngustíg úti í horni... og gæslan víst svaka hörð... alveg bannað að tjaldið nái smá út á stíginn... veit ekki hvað liðið ætlar að gera sem að kemur á morgun eða hinn... þau verða bara að tjalda ofan í klósettunum!!!
- ÖNNUR MÁL:
ánægð með Grísinn...

Engin ummæli: