miðvikudagur, júní 16, 2004

Afmælisdagur!!

ÉG Á AFMÆLI Í DAG!! nálgast sífellt meir þrítugsaldurinn, finnst ég eiginlega vera komin á þrítugsaldurinn opinberlega í dag!! Sjöbba varð þess heiðurs aðnjótandi að óska mér fyrst af öllum til hamingju... grunar að hún hafi sent mér sms á leið í vinnu í morgun :(reyndar hrefna e. miðnætti í gær)... annars verður nú ekki mikið um að vera á þessum ágæta degi, stelpurnar að fara í stóra prófið sitt á morgun og eftir það verður tekin nett afmælisveisla... ætlum að grilla úti í garði og fá okkur smá öl... ég ætla reyndar að gera mér glaðan dag, fór í klippingu í morgun (komin með stuttan topp!!) og er á leiðinni í bæinn að kaupa mér geðveikar buxur :) hver veit nema ég versli meira...
annars fengum við loksins botn í 7-11 málið í gær... þetta var ekkert rán heldur skotárás fyrir utan!! snarbilað lið hérna, einhverjir gaurar að rífast og annar skaut þá bara á hinn... vitni segja að þetta hafi verið 3 skot en löggan fann bara 2 og smá blóð en ekki gaurana... þeir hafa ekki sést meir... það besta var að ég, gussa og agla sátum á barnum okkar (við erum að tala um ca. 20 skref frá) og heyrðum ekkert!!! vorum heldur ekkert að kippa okkur upp við alla löggubílana sem voru að keyra framhjá...hehe, svona getur maður verið gjörsamlega í sínum heimi, sínum chillheimi... annars er allt gott að frétta, finn á mér að þetta verði góður dagur, sérstaklega ef buxurnar eru til í mínu númeri...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jæja dúlla, ég vona að þú hafir nú átt góðan afmælisdag og að buxurnar séu í höfn (",) ég er nú að pæla í því að senda þér bara samt þetta fína afmæliskort sem ég klessulitaði hérna á BUGL-inu með litlu snælduvitlausu-unglingaskrímslunum mínum ;o) þrátt fyrir að hafa gleymt að senda þér það í tæka tíð... Farðu nú varlega Emblan mín og hafðu það geggjað gott!!!