sunnudagur, ágúst 27, 2006

djammið í Nanjing...

nú er ég búin að tékka á djamminu í Nanjing! skelltum okkur 3 (ég, Peter & Mikael) á skemmtistaðinn Scarlet eftir mikla athugun og rannsóknarvinnu á netinu... vildum ekki dala uppi á vitlausri götu eins og gerðist síðast hjá strákunum :) restin af gæjunum sátu heima og eyddu mestum parti kvölds heilsandi uppá postulínið...
.
staðurinn er nú bara rétt hjá okkur og barasta nokkuð góður... sona miðað við að við erum í Kína og mest músík sem er spiluð kemur héðan... en það voru nokkrir slagarar inn á milli sem mar þekkti :)
.

...mikael, ég & peter...

.
hittum slatta af fólki þarna inni, alls konar lið, alls staðar að úr heiminum... svo var snilldin eina á barnum, fékkst 6 bjóra fyrir 100 yuan... ca. 800 kall ISK! mínusinn var kannski að mar drekkur þetta helvíti hratt... svo mar nái bjórnum örugglega köldum :) vorum samt ekkert svakalega lengi... komin heim um 4 leytið... það kom þó ekki í veg fyrir það að ég svaf allan daginn í dag eins og ég geri yfirleitt eftir djamm til ca.7! eða sona með hléum... svo asskoti gott af sofa :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Embla:) Gaman að heyra af þér og gott að þú sért buin að finna góðann PÖBB hehe.

Kv.Íris

Flottur linkurinn á búðina,koss fá ONI;)