þriðjudagur, mars 08, 2005

ágætis dagur...

Þessi gullveiga setning heyrðist við kvöldmatarborð frá einni á leikskólaaldri nýverið:

Dóttirin: "Var ég búin til í glasi eða ættleidd eða rídd?"

Af því varð til þessi limra:

Úr hvaða efni er ég smídd,
af íslensku holdi eða þýdd?
Ég vita það vil,
það víst er ég til.
Er ég ættleidd, úr glasi eða rídd?

Finnst ykkur hún ekki bara nokkuð góð??? Fylgdi reyndar ekki sögu hver samdi þessa snilld... en þetta er víst ungdómurinn í dag!!! Algjör snilld...

Bíð spennt þessa dagana... Þuríður og Vala að koma "á klakann"... jebba, klakann... þetta er miklu meiri klaki en nokkurn tíma heima!!! hér er bara kuldi og snjór á meðan er fínt veður heima... ruglið eina!!! sé fram á að þurfað nota húfu fram í maí!!! reyndar er búið að vera sól hérna í gær og í dag... sem er algjör snilld... manni líður bara eins og það sé komið sumar!!! svo um leið og hún er farin þá verður náttlega skítkalt... en frábært að fá sona inn á milli :) gleður mann mikið og lyftir skapinu heilan helling...

must go... er að fara á fyrirlestur um eðlisfræði!!! ekki mitt uppáhald... reikna heatloss og heatgain... kemur allt niður á gluggunum!!! hehe...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

er orðin öll spennt fyrir páskadjammi...ví:)

kv iris