mánudagur, september 26, 2005

manchester...

mánudagur.. druslan er þreytt eftir helgina... ferðasagan mikla :)

lentum í manchester um 8 leytið á fim morgun... þurftum að labba helminginn af flugvöllinum til að komast í lest... samkvæmt skipulagi voru 2 úr bekknum í "ferðanefnd" og voru þar af leiðandi búnir að finna þá lest er við áttum að taka... en neibb... kennarinn okkar er mjög spes og ákvað að við skyldum fara á aðalstöðina... héldum flest að hann væri nú með þetta á hreinu en á daginn kom að það var nú aldeilis ekki svo... tókum strætó frá lestarstöðinni er í inn í borgina var loksins komið og nú batnar það ekki... fórum að sjálfsögðu út á vitlausum stað eftir ákvörðun "ferðanefndarmanna" og enduðum á því að þurfa að labba um 2 km til að komast á hostelið... sem var kl 11...
hostelið ágætt svo sem... kannski ekki alveg það sem mar bjóst við fyrir peninginn... en ok :) áttum að mæta á lóðina okkar kl 11...(sem við erum í þykjustunni að hanna hús á) og hitta kennarann... frestuðum því til 1 því enginn var búinn að éta neitt síðan daginn áður... vorum jú með lággjaldaflugfélagi... þau bjóða ekki uppá neitt í litlu, þröngu vélinni... jæja, komumst á áfangastað um 1 leytið og löbbuðum meira í átt að lóðinni og kíktum á smá hverfi í leiðinni... fullt af flottum húsum þarna... massa fínt að sjá þetta sona með eigin augum en ekki bara á google earth :) svæðið er rétt hjá old trafford svo við vorum 5 sem ákváðum að reyna að fá miða á laug leikinn - man u-blackburn - sem og við fengum en þurftum að labba soldið til að ná í hann... og labba til baka... vorum frekar búin á því þegar á hostelið var aftur komið en mar henti sér í sturtu og nett spariföt fyrir dinnerinn það kvöld... og svo var labbað af stað í háu hælunum :) og frekar erfitt að finna stað fyrir sona mikið af fólki... og sérstaklega þegar hluti af honum á litla peninga... en þetta var voða skemmtilegt kvöld... allir komnir í bólið kl 12 þar sem pöbbinn náttlega lokar kl 11...

fös lögðum við í hann kl 8 á leið í verksmiðjuna... komin þangað um 10:30... svaf alla leiðina :) verksmiðjan var huge... sáum aðeins hluta af henni en helvíti merkilegt allt saman... svo var okkur boðið í hádegismat og fyrirlestur eftir það... mjög fróðlegt þótt allir hafi verið við það að sofna :) og svo vorum við leyst út með fullt af dóti frá kingspan... komin í bæinn um 6:30... hópurinn splittaðist upp í litla hópa og allir í sparifötin aftur og út að borða... ég, gunni, ausra og vicki fórum á grískan stað og fengum okkur þessa líka dýrindissteik!!! mmmmm.... þá varð druslan ánægð :) svo fórum við að hitta liðið á einhverjum pöbbnum og löbbuðum svo að hitta enn fleiri og reyna að finna stað fyrir alla... sem er að sjálfsögðu ekki hægt með 20 manna hóp... aðeins rölt um en sættumst á einhvern kjallara club - opinn til 2... allir komnir í bólið um 3 :)

leikurinn á laug... þvílík upplifun!!! þetta var magnað... fengum rosa fín sæti - í efri stúku fyrir aftan mar í fremstu röð... og blackburn fans beint fyrir neðan okkur... allt að verða vitlaust á tímabili :) en þetta var mega gaman... pizza hut á eftir og svo á hostelið enn og aftur í spariföt rölt með restinni af liðinu á bar... svo club eftir á... gott kvöld og komin aftur í bólið um 3 :)

þynnka á sun... þurftum að tékka okkur út fyrir 10 um morguninn... sem var mjög erfitt! sátum eins og lummur í ca 2 klst... og svo fórum við gunni að reyna að versla... sem var líka mjög erfitt... með töskurnar í eftirdragi... en að sjálfsögðu gat ég keypt mér eitthvað :) eitt par skór og peysa :) manni líður nú vel eftir það... lestin á völlinn... ekki eins mikið vesen í þetta skiptið... og komin til köben um 22... beint í bólið um leið og mar kom heim og strax í skólann í morgun... massívt mikið að gera... elevation (mat) á fös... og held enginn í bekknum búinn með neitt... sem er svo sem allt í lagi... þá eru bara allir equally fucked :)

annars er ég búin að komast að því að "fish & chips" er ekki hollt fyrir neinn... sérstaklega ekki breskar stelpur... þær fá "fish & chips" rass og brjóst... og virðast fitna lítið annars staðar... eru með spes breskt vaxtarlag...sona soldið eins og sumir í bandaríkjunum eru með "burger ass"... allt öðruvísi en heima eða hér... ekki eins mikið um "pepsi vængi" eða "lowrider"... held alveg örugglega að það sé "fish & chips" að kenna... það er alla vega my theory...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hehehehe fish and chips brjóst:) æ þá vil ég nú frekar hafa mína pepsí vængi;) þeir eru líka ágætis höldur í kynlífinu hehehe;)
kv. 7fn