föstudagur, september 16, 2005

allt í goody

blogga segiði... það hefur nú ekki svo mikið verið um að vera hérna skal ég segja ykkur... búin að skrópa ansi mikið í skólanum :/ sem er ekki nógu gott en sem betur fer þá hefur það nú engin áhrif :) önnin búin að fara rosalega hægt af stað... einum of hægt... það var náttlega allt í rugli ennþá þegar ég kom... eftir flutningana... fólk farið að tala um að fresta prófinu sem á að vera núna í lok sept um eina viku... ekki séns!!! það er líka bara rugl... bara klára þetta helvíti :)

sjöbba bara flutt heim aftur... fór í gær en hlín verður áfram hjá okkur :) svo fer bara að styttast í að ég fari til manchester :) í stífa dagskrá bara... en það verður massa gaman samt... skoða arkitektúr og verksmiðjuna og sona... og smá djamm :)

annars er hreinlega ekki mikið annað að frétta... sem er nú soldið skrýtið miðað við sama tíma í fyrra... allt í gangi þá mar! en ég reyni að vera dugleg að koma með þetta þegar eitthvað gerist... og verða duglegri að mæta í skólann :)

er einhver sem þekkir tiltölulega nýútskrifaðan arkitekt sem er að vinna heima???

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæhæ :)
pési kom í gær og tók ferðatöskuna, skópörin 2 og ipodinn...það var ekki laust við það að ég saknaði þín þegar ég sá hann :c/
...ætlar mamma þín að koma og sækja hjálminn, og e-ð fullt af dóti í poka sem ég veit ekki alveg hvað er?
kveðja,
saknandi fyrrum sambýlingur

Nafnlaus sagði...

æææ lykillinn fór með til íslands:/ helduru að pési sé til í að sækja hann á begguna? já eða mamma þín:) og símakortið líka...

kveðja sjöbba