miðvikudagur, október 03, 2007

mál að blogga á ný...

er það ekki??? ansi margt búið að ganga á síðan síðasta blogg :)

íbúðin tilbúin til útleigu og allt gengur fínt þar...
hætt í vinnunni... í bili???
fór til túnis í tvær vikur með mestu snilldarhjúkkunum...
komin aftur til köben í leiðindaskólann og alveg að verða búin...

!!!Túnis!!!

Þvílík snilldarferð! Ég, Sigurveig og Úlfhildur skelltum okkur í afslöppunarferð... og þannig var hún út í eitt :) Ódýrt að lifa og búa þar þannig við vorum að mestu á 4 stjörnu hótelum... möst að hafa sundlaug! Fórum ansi víða á skömmum tíma en náðum samt sem áður þvílíkri slökun... Alls konar snilldar hlátursköst, fullt af athygli (á tímum ooof mikið) og flashback til Benidorm '97... bara dæmi um góða tíma í ferðinni :)

Læt myndirnar tala frekara máli...


hitinn óbærilegur í byrjun skoðunarferðar í Carthage... aðeins að hvíla sig í skugganum áður en lagt var í hann


útsýni í Carthage


hurðir og gluggar eru alltaf máluð blá í Sidi Bou Said

Ég er mest smart!


Útsýni frá kaffihúsi í Sidi Bou Said


Hláturskast í Sousse


Einkasundlaugin okkar í Mahdia... stundum var einn maður þarna en hann hvarf fljótlega eftir að við opnuðum munninn og misstum okkur í hlátri...


Útsýnið frá þaki hótelsins þar sem sundlaugin var


Erkióvinur Úlfhildar

Ekki alltaf hægt að flatmaga í sólinni :) Hreyfa sig aðeins...
Ég eignaðist gríðar ungan aðdáðanda... sem við köllum Alibaba frá Mahdia


Hláturskast í einni lestarferðinni

Held að þetta sé skrýtnasta mynd sem er til af mér...


Rölt í gegnum crowdið í Medinu Túnisborgar í 45 stiga hita


Nýbúnar að borða á fína Dar Bel Hadj

Kveðjustund í London
Þessi ferð var meiriháttar snilld eins og sjá má... á líklega eftir að koma með fleiri færslur eftir því sem maður man meira smáatriðin :)
en þessa dagana er aðalmálið í lífinu að klára helvítis dissertationið... bévítans ritgerð... á að skilast 12.okt. planið er að reyna að klára á sun... vona svooo að það hafist svo mar hafi góðan tíma til að lesa yfir og láta aðra hjálpa sér með það :P
svo er bara að skella sér á fullu í lokaverkefnið!!!
læt heyra í mér brátt... hver veit nema ég komi með djammsögu???

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að fá blogg frá þér skvís...:) Kíki alltaf reglulega hérna inn eftir að við vorum smók-félagar í vinnunni í sumar:)

Nafnlaus sagði...

Jei en gaman að sjá nýtt blogg, viltu vera rosa dugleg að blogga??:) Sakna þín svaka.

Kossar frá Congo

kv.Íris Dögg

Nafnlaus sagði...

Wííí gaman að sjá loksins MYNDIR frá ferðinni ;) þær eru æði og efast ekki um að hafi verið gaman :)
Hlakka til að fá þig heim kellingin mín xxx

Nafnlaus sagði...

Þetta var ég Tránan þarna síðast *blikk blikk*

Nafnlaus sagði...

að sjálfsögðu mátti linka mig embla mín:) ég ætla einmitt að linka þig líka:)

miss u..:(

Nafnlaus sagði...

En ógeðslega skemmtilegt blogg Embla ;)
Hlakka til að sjá allar hinar myndirnar mín kæra og rifja upp skemmtilegar Túnis stundir..
Hafðu það súper :)
Knús
Úlfhildur