fimmtudagur, október 13, 2005

allt að verða vitlaust...

júbb, allt að verða vitlaust á þessum bænum... sem er svo sem allt í lagi og bara fínt miðað við slökunina í síðustu viku :) pétur kom og ég hreinlega tók mér frí frá skóla alla vikuna... ekki planað alla dagana... stundum bara sefur maður :) vorum í því að slaka á bara og rölta um köben... og sötra öl :) massívt næs...
.
svo síðasta fös þá komu mæja og vala á sortedam... maja á leið á árshátíð VR og vala í heimsókn til ástmannsins... kíktum eilítið á lífið á fös og soldið líka á laug... mjög fín helgi sem endaði með bubba tónleikum :) og eftir það fórum við í leiðangur að finna opinn veitingastað og viti menn... fundum einn grískan sem var nú bara helvíti fínn :) vorum ein þarna inni... 8 saman og þvílíkt fjör... endalaust af skrautlegum og mega fyndnum sögum sem fengu að fjúka þar...
.
annars er lítið að frétta þannig... brjálað að gera í skólanum (er það furða eftir viku frí... ) er að fara í próf 31.okt og svo vilja þeir endilega skella mér í annað 1.nóv... próf fyrir þær 3 vikur sem ég tók mér í frí í byrjun annar... er að vinna í því að fá að fresta því prófi... sem betur fer fæ ég yfirleitt allt sem ég vil :) og ég skal fá það í þetta skipti... þurfum nebblega líka að skila massa skýrslu í byrjum nóv um manchester... er ekki alveg að sjá þetta allt gerast á sama tíma... nú, og ef ég fæ ekki það sem ég vil (næstum fyrsta skipti á ævinni) þá er það svefnpokinn upp í skóla...
.
en nóvember er ekki allur leiðinlegur....neineinei... mútta ætlar að leggja land undir fót og kíkja á stelpurnar sínar :) held hún sakni okkar soldið :) og svo er ég að spá í að koma heim ca.12 þess mánaðar... kemur betur í ljós þegar ég er búin að fá breytinguna á prófinu í gegn... i'll keep you informed :)
.
jæja, er þvílíkt að gera allt annað en að læra... verð að fara að snúa mér að því pronto! nýjar myndir komnar á síðuna...

1 ummæli:

Embla Kristjánsdóttir sagði...

takk sömuleiðis ;) þangað til næst...