mánudagur, júní 14, 2004

Lítill gutti kominn í heiminn!!

Þórey og Halli búin að eignast lítinn strák :) til hamingju með það, þið verðið að kíkja á síðuna hennar, það eiga víst að koma inn myndir... ég er annars enn í sama fílingnum... að gera lítið sem ekkert...hehe. gussa kom heim á fös og við skelltum okkur á cardigans tónleika í tívolíinu, nett gaman, allt of mikið af fólki samt og lélegt hljóðkerfi... eftir tónleikana skelltum við okkur í fámennt en góðmennt partý og fórum síðan á stað sem er hérna rétt hjá okkur... það var fínt bara :) á laug var gussa að deyja úr þynnku en ég náði nú samt að plata hana á pöbbinn okkar og hún skellti sér á einn bjór... sem urðu að nokkrum í viðbót!! vorum svo bara þar fram á rauða nótt :) helvíti fínt!! minni þynnka í gær, lágum bara í sólbaði úti í garði og horfðum svo á videó um kvöldið... ég fékk reyndar ekki vott af brúnku, varð ekki einu sinni rjóð... alveg glatað, skil þetta bara ekki...
óska þóreyju og halla aftur til hamingju með guttann, hlakka til að sjá hann þegar ég kem heim...
VIL BARA MINNA YKKUR Á AÐ ÉG Á AFMÆLI Á MIÐVIKUDAGINN, 16.JÚNÍ!!!!!!!!!

Engin ummæli: