segi nú ekki mikið... fór í sólbað í dag... fyrsta skiptið í viku sem var veður til þess, verð nú nett frústreruð ef ég fæ enga brúnku áður en ég kem heim. Nú fer Þórey að fæða þá og þegar, átti að eiga í fyrradag... vona bara að hún haldi í sér þar til 16. þá er líka tilvalið að skíra eftir mér :) nei, annars bið ég ekki um svoleiðis... hvað ef ég myndi vilja skíra barnið mitt eftir mér... en myndi þó ekki verða reið eða neitt... hehe.
Var bara eiginlega að koma heim af pöbbnum mínum sem er hérna á 1.hæðinni í húsinu okkar, helvíti nett að eiga svona hverfapöbb þar sem afgreiðslufólkið þekkir mann, svo er líka alltaf tilboð á bjór fyrir kl. 21, samt hálf hallærislegt að mæta þangað ein með bók í hönd eða bara tala í símann... en það eru mjög oft sætir strákar þarna og oftar sætir strákar að labba framhjá, lítið mál að skemmta sér við að horfa á þá... þarf líka að æfa soldið daðrið, get ekki haldið svona áfram, hef ekki hözlað allt of lengi :/ Hözlaði reyndar svona nett um daginn, talaði við einhvern gæja á leiðinni heim af djamminu, svo ætlaði ég nú bara að kveðja hann þegar ég var komin inn um hliðið í garðinn okkar... þá mætti einhver vinur hans og ætlaði inn... punky brjálaðist, henti honum út, gæinn sem ég var að tala við hljóp og ég var rænd af guttanum!!! það besta var að honum hefur örugglega brugðið hvernig ég brást við og skilaði helvítis símanum sem var það eina sem hann náði...hehehehehehehe... LÚÐI!! þannig það verður farið varlegar næst :)
ég er sem sé í endalausri leti, varla að maður nenni að klæða sig á daginn, búin að taka fyrir helstu búðirnar og skoða mig um og bíð því spennt eftir að gussa komi heim á morgun... ætlum á cardigans tónleika í tívolíinu annað kvöld, og væntanlega nett djamm :) bið að heilsa öllum og heyri vonandi í ykkur soon...
föstudagur, júní 11, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli