þriðjudagur, júní 08, 2004

fór loksins að versla í dag!!

jæja, ekki mikið búið að gerast síðan ég skrifaði síðast!! tek lífinu með stakri ró í köben...hehe. fór nú samt út úr húsi í dag og skellti mér í bæinn, náði meira að segja að versla smá (myndu nú ekki allir kalla þetta smá) eldaði síðan mat fyrir lærustelpurnar þegar ég kom heim, gerði það nú reyndar líka í gær.....hmmmmm, er að verða eldhúsmella, svei mér þá!! annars er það í fínu lagi, hef þá eitthvað að gera :)
Í morgun var ég búin að hanga heima í samtals 3 daga... ætlaði reyndar að vera ferlega menningarleg í gær og skella mér á eitt safn eða svo, vaknaði um 2 leytið, tók því svaka rólega, allt í einu klukkan orðin 20 yfir 3 og ég fattaði að allt lokar klukkan 4. LÚÐI... þannig ég skellti mér bara á barinn minn, sem er á neðstu hæðinni í húsinu okkar, fékk mér öllara og las aðeins í bók. styð öl + bók og horfa á sætu strákana labba framhjá og jafnvel koma inn :) endalaust af þessu liði hérna :) maður verður nú samt að vera með allt á hreinu ef það fer út í eitthvert hözl... hér eru hins vegar meiningar okkar kvennanna við vinsælar höfnunarsetningar - það skal takast fram að karlmaður samdi þetta... gæti þó passa svona nokkurn veginn...hehe - heyrust síðar

10 VINSÆLUSTU HÖFNUNARLÍNUR KVENNA

10. Ég lít á þig sem bróður
Þú minnir mig á nördann í "Deliverance"

9. Það er dálítill aldursmunur á okkur
Ég vil ekki vera með manni sem gæti verið pabbi minn

8. Ég hef ekki "þannig" áhuga á þér
Þú ert ljótasta fífl sem ég hef nokkurn tíma séð

7. Líf mitt er of flókið núna
Ég vil ekki að þú eyðir allri nóttinni hjá mér annars gætiru
heyrt símtölin frá öðrum mönnum sem ég er með.

6. Ég á kærasta
Ég vil frekar köttinn minn en þig

5. Ég fer ekki út með mönnum þar sem að ég
vinn

Ég myndi ekki fara út með þér þó að þú værir í
sama "sólkerfi", hvað þá í sömu byggingu

4. Það ert ekki þú, það er ég
Það ert þú

3. Ég vil einbeita mér að starfsferlinum
Jafnvel eitthvað jafn leiðinlegt og þreytandi og vinnan mín
er betra en að fara út með þér

2. Ég er hrifin af öðrum
Þó að þú værir síðasti maðurinn á jörðinni þá myndi ég ekki
fara út með þér

1. Verum bara vinir
Ég vil að þú sért hérna svo að ég geti sagt þér í ítrustu
smáatriðum um alla hina mennina sem ég hitti og sef hjá.
Það er þetta karlmannslega sjónarhorn.

Engin ummæli: