miðvikudagur, júní 23, 2004
ekki þunn!!
neibb, ég er ekki þunn í dag :) fórum samt í gær á pöbbinn okkar og horfðum á danmörk-svíþjóð í EM, massa stemmari, það var allt að verða vitlaust! pöbbinn pakkaður af dönum sem voru allir komnir aðeins í glas, einn of mikið og náði ekkert að fylgjast með leiknum... söng bara hástöfum og öskraði... hann er pottþétt gott efni í bullu!!! annars var ég að spá í að halda í bæinn í dag, en það er alltaf þessi helvítis rigning... ég er að verða nett geðveik!!! keypti mér reyndar ferlega flotta skó í gær og belti við... svona "sex in the city" skór er mér sagt af betri mönnum! en mig langar svo massívt í flottar buxur, fékk ekki um daginn í mínu númeri... á það skilið að fá buxur... er það ekki??? góð leið til að sannfæra sjálfan sig um að eyða peningum sem maður á ekki til... mæli ekki með því að gera mikið af þessu...híhíhí! samt gerir maður þetta aftur og aftur... farið nú varlega með peningana ykkar... ég ætla samt ekki að gera það!!! bið að heilsa, sjáumst e. 2 vikur :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
ooooooooo djö. langar mig geggjað að vera þarna úti hjá þér emblan mín!!! hehe þú ert nú kannski samt bara voða fegin að ég er það ekki, að reyna að hafa vitið fyrir þér í peningamálunum eins og alltaf ;c) með misjöfnum árangri þó hehe :cD
en ég verð allavega að viðurkenna að ég sakna þín bara fullt og hlakka geggjað til að fá þig heim!!! er það ekki annars 5. júlí?? og svona bara svo að þú vitir af því þá er hjúkku-útilega þann 7. júlí (á miðvikudegi semsagt) og þér var alveg sérstaklega boðið með af bekkjarfélögum mínum...ertikki annars í fríi? SIGURVEIG
Skrifa ummæli