Jú, móðir - þó íbúðin sé lítil þá er vissulega öllu haganlega komið fyrir og mjög flottar innréttingar :) Ég þarf að vísu að vinna í því að fá rúm í staðinn fyrir ekki svo góða svefnsófann...
.
.
Ég tók mér göngu niður að sjó í góða veðrinu í dag, skilst að það hafi verið um 15 gráður og sól :) tók nokkrar myndir...
Þetta er nú ekkert leiðinlegt útsýni...
Kom mér fyrir uppá hól í vari frá smá golu
- tók bók með mér og hékk þarna í sólbaði í um 3 tíma...
Um 5 leytið þá sigldu framhjá fullt af bátum í röð og flautuðu
-sneru svo við og flautuðu meira og sigldu burt... þarf að komast að því á morgun hvað málið er...
7 ummæli:
Er enginn að svara þér nema "móðir"?
Þú þarft þá bara nýtt rúm í nýju rými, þegar þar að kemur. Við verðum að finna einhverja lausn á því!
iss... læt náttlega vinnuna redda þessu :)
get mér til að "móðir" hafi skrifað þetta :)
Æðislegt að skoða myndir. Voða flott. Hvernig er þetta? Býrðu sem sagt í Skuggahverfinu í Nuuk... svona turna-lúkk ;) xx kv, matta
Gaman að sjá myndir! Hafðu það gott á landinu græna! kveðja frá svíjaríki
svaka fallegt þarna en hvernig eru svo grænlendingarnir? Þurfum eiginlega að fá smá lýsingar á mannfólkinu þarna :)
kv. Elsa
Skrifa ummæli