laugardagur, júlí 25, 2009

komin í litla, fína húsið :)

Nú er ég búin að búa í litla fína húsinu mínu í viku og það er æði!!! Ótrúlegt hvað maður vanmetur svefnherbergi... :P
.
Allt rosa fínt að frétta, ennþá jafn brjálað að gera í vinnunni og áður og það er alltaf jafn gaman :) Þetta er allt að skríða saman, erum að ná að upp þessum mánuði sem enginn var að vinna í deildinni og þá tekur við planlægning fyrir næsta ár og finna út hvað við erum búin að eyða miklu og skipuleggja eyðsluna betur :)
.
Ég nenni ekki að skrifa um grænlendinga akkúrat núna... en hér eru myndir af kotinu :)

Fína kotið :) totally minn litur!

Útsýnið mitt... gamli kirkjugarðurinn - fallegur á sinn hátt

"sólpallurinn" minn :P verður svaka fínt skjól í góðu veðri :)

forstofan og gangurinn - á hægri hönd í forstofunni er wc sem er teppalagt! frekar ógeðfellt en maður passar sig bara að vera í inniskóm :P

hér er svo stiginn upp í svefnherbergið :) á móti stiganum er svo sturta og þvottahús - þangað fer maður líka að þvo sér um hendurnar eftir wc ferðir :P

Af ganginum kemur maður svo inn í eldhús og heldur svo áfram inn í stofu

séð inn í stofu, húsgögnin ekki þau flottustu en ég borga ekkert fyrir þetta :P

restin af stofunni - ágætispláss og sófinn er svefnsófi ef einhver er á leiðinni :)

.

Maturinn ready- kem með grænlendingalýsingar næst :)

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Algjör snild þetta hús....!

kv. Hjördís

Nafnlaus sagði...

Vá, rosa flott :)
Sigurveig

Ásta sagði...

Fína fína húsið :) er skrifstofujobbið enn á lausu?

Embla Kristjánsdóttir sagði...

já mar! vorum búin að ráða eina en hún er held ég hætt við... þannig það er líklegt að við auglýsum aftur í lok vikunnar ;)

Unknown sagði...

Æðislega sætt og kósý hús :) Viss um að tekur þig vel út í því.

knúsar og kossar frá Tránu og ELís xxx

Hrefna sagði...

Ótrúlega flott! Ég kem um leid og ég á pening og tíma!

Nafnlaus sagði...

hæhæ, húsið svaka fínt - snilld hvað allt gengur vel. Ég átti líka eftir að senda á þig það sem við ræddum um? Reyni að gera það á morgun - ekki nema viku of seint:(

Nafnlaus sagði...

Kveðja, Maja

Nafnlaus sagði...

oohh.. ekkert smá krúttað hús :)

Hef ekki getað tekið mér frí frá vinnunni á þessum tíma sem við ræddum um... ætla núna að láta reyna á október og ef það gengur upp þá ætla ég bara að panta far um leið - hvernig líst þér á það?

Kv.,
Elsa