laugardagur, júlí 18, 2009

Flutningar...

Daginn hér! eða kveldið...
úher... búið að vera BRJÁLAÐ að gera í arbejden - yfirleitt 10 tímar á dag :) Þetta er rosa stuð - alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi og læri helling :)
Vegna sjúklegrar vinnu þá geri ég lítið á kveldin... fór nú samt auðvitað á fredagsbar seinustu helgi - ákváðum að fara á "ströndina" í stað þess að hanga inni í góða veðrinu :) "Ströndin" eru klettar niðri við sjó sem er fínt að sitja á eða leggjast :) Tókum að sjálfsögðu með okkur smá öl og mygga sprey og fórum svo þegar kólnaði til baka á barinn, átum og drukkum soldið meir :) ótrúlega skemmtilegt kvöld, fórum á þá bari sem ég átti eftir að prófa - 2 staðir fullir af eldri blekuðum grænlendingum sem var bara fyndið :) djömmuðum fram eftir nóttu en mín voða skynsöm og hætti að drekka um 1 leytið þannig það var engin þynnka daginn eftir :) eyddi svo restinni af helginni í hvíld og rólegheit :)
.
Nú er Kim - min mentor - farinn og ég ein eftir að slökkva alla litlu eldana út um allt :) fékk algerlega að finna fyrir því í dag - síminn hringdi strax um 9 og þá byrjaði dagurinn :P held ég hafi náð að vinna í 30min að því sem ég ætlaði að klára í dag... svona er þetta, maður hleypur úr einu í annað - redda málunum :) totally me... :P
.
Ég er komin með nýja íbúð - sem er hús algerlega út af fyrir mig :) Það er voða lítið og sætt, ennþá nær vinnunni og með svaka fínt útsýni og smá palli... hendi inn myndum eftir helgi þegar netið er komið þangað :) Ég flyt sumsé um helgina og strax búin að bjóða fólki í heimsókn annað kveld í sötur og mat :) Bergur - íslendingur sem ég kynntist seinustu helgi - kemur í mat og svo kemur kærastinn hans seinna um kvöldið og við hendum okkur í fjörið á aðalstaðnum: Manhattan :)
.
Svo er ég búin að fá loforð um að fara með á hreindýraveiðar :) það þarf víst ekkert skotveiðileyfi hér... maður borgar bara 60DKK fyrir leyfið og byrjar að skjóta :P maður þarf að fara með bát inn í fjörðinn og svo ganga... þarf svoooo að koma mér í ræktina svo maður geti gengið með - þeir tala um hátt í 12 km aðra leið og svo að rogast með dýrið til baka... sendi svo kjetið heim bara! hehehe
.
Annars er lífið gott :) Búið að vera rosa gott veður og ég reyni að vera sem mest úti en ég er ekki með svalir og það er ekki mikið um bekki eða staði til að tylla sér á í góða veðrinu - svo er ég líka stungin svo mikið að mygga að ég var að spá í að vera inni bara :P alveg sama þótt ég beri einhvern viðbjóð á mig - en það er reyndar líka rosa mikið af bítandi mýi hérna... spurning hvort það sé mygga eða mýið :P ég er komin með einhverjar voða allergi pillur sem vonandi slá á þetta allt saman :) þá get ég kannski verið í sólbaði á pallinum mínum fína :)
.
Ég kem svo næst með lýsingu á grænlendingum Elsa mín :)
Hilsen

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ...

Vildi bara láta vita að ég hafði lesið... Stundum finnst manni maður vera að skrifa frir sjálfan sig...!

Hlakka til að sjá myndir af nýja húsinu. Væri sko rokin til þín ef ég væri ekki alveg að springa hérna!

kv. Hjördís

Ásta Kristjana sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Ásta Kristjana sagði...

Hæ og gaman að heyra í þér ;) Þú ert SO dUleg ;)
Hlakka til að sjá myndir af húsinu ... og hreindýraferðinni ;) Eru skemmtilegir íslendingar þarna?
Kveðja
Ásta
es. var í smá basli að endurvekja blogger-akántinn... þess vegna kom GA þarna á undan en kannski sérð þú það ekki...

Nafnlaus sagði...

Hæ elskan,

ég er líka alltaf að lesa og bíða eftir nýjum myndum.

Er líka mjög forvitin að heyra sögur af grænlendingum :)

Hér biðja allir að heilsa.

Söknum þín xxx

Þuríður

Unknown sagði...

Hlakka til að sjá myndir af slottinu, hljómar alveg æðislegt. Gangi þér vel með allt saman, þú ert algjör hetja :)

Nafnlaus sagði...

Hlakka til að sjá myndir af nýja húsinu!

Ást í poka,
Sigurveig