Sæl öll sömul enn á ný!
.
þetta blogg er nú við það að deyja en hugsa þrátt fyrir það að ég hendi inn færslu einstaka sinnum þó ekki sé nema til að halda í því lífinu þar til ég flyt erlendis á ný :)
.
Allt á fullu í vinnandi lífinu, á daginn er ég á teiknistofunni þar sem er nóg að gera og eftir þá vinnu fer ég að skúra í ca.2 tíma og sum kvöldin næ ég að hvíla mig smá... það mun þó breytast á næstunni því ég er að fara í auka teiknivinnu og teikna upphækkanir á íbúðina mína og fyrir Fjalar bróður... og svo einhvers staðar þarna á milli er ég að reyna að klára að laga bílskúrinn minn...
.
sumsé nóg að gera en alltaf finnur maður tíma til að skemmta sér inná milli... sá tími verður immit um páskana og ég býð í:
.
útskriftar/innflutningspartý föstudaginn langa (21.mars)!!!
.
teitið verður haldið það kvöld um 8 leytið í eskihlíð 6a og í boði verður bolla og bakstur :)
.
þeir sem telja sig vini mína eru að sjálfsögðu boðnir en hinir... hringja og spyrja!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli