mánudagur, febrúar 11, 2008

jújú, nú er það ekkert "punky í köben" lengur heldur einungis punky downtown reykjavík...
.
ég er sumsé alflutt á klakann í bili og það ekki á amalegan stað! neinei, ég er í skrifuðum orðum að flytja inn til hennar kötlu frænku minnar í eskihlíðina :)
.
svo er ég byrjuð að vinna á Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar þar sem ég er að teikna og teikna næstu mánuði :) gefum þessu 3mán til reynslu og svo sjáum við til...
.
þannig lífið leikur bara við mann þó peningarnir streymi nú ekkert sérstaklega hratt inn :P ég mun svo í náinni framtíð henda í eins og eitt stykki innflutningspartý/útskriftarpartý og læt vita um leið og það er komið á hreint...
.
annars mega allir vera í bandi ef þið eruð á leið í bænum, ég er hér bara í Ingólfsstræti alla daga og oft til í kaffi... ja, eða bara gamla góða Kalla :)
.
-reported in downtown reykjavík-

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

næs að vera búnað fá þig heim gamla..;)

knús

Nafnlaus sagði...

til hamingju með þennan fallega starfstitil! Og djöööö það var nú alltaf gott að vera í þessu hverfi hjá hlíðunum uss usss :) kv þórey