men hvað ég er orðin gríðarþreytt!!! búin að vera að pakka og skrúfa í sundur bæði í gær og í dag... og klukkan orðin 4 að nóttu og loksins búin með hjálp dóra snillings (hann á að mæta til vinnu kl:7)!!! á samt eftir að flytja alla búslóðina til samskipa á morgun... og eitthvern slatta af dóti á öresundskollegi þar sem ég fæ inni hjá henni hlínsu beib næstu daga...
.
massa skrýtið að sjá pleisið sona tómt og öll húsgögn í hlutum út um allt... sit hérna inni í eldhúsi við eldhúsbekkinn... borðið fræga farið og okkur dóra telst til að um 12þús bjórar hafi verið sötraðir við þetta borð...
.
jamm, þetta er svo sannarlega "end of an era" hér á sortedam... held samt þetta verði skrýtnast í haust þegar mar kemur aftur að vera ekki að koma hingað... neineinei... mar er bara að stoppa stutt í heimsókn og svo flogin til kínalands :)
.
er ennþá ekki komin með vinnu fyrir sumarið... fer kannski líka soldið lítið fyrir leitinni að henni akkúrat núna... ekki nóg með að mar sé á fullu að koma draslinu út og út um allt, þá er ég náttlega líka á leið í lokapróf annarinnar í næstu viku... og tilheyrandi lærdómur dauðans með því að sjálfsögðu... ekki laust við að ég sé komin með nettan sammara hérna yfir að hafa ekkert getað lært í gær og dag... og sé ekki fram á að geta það heldur á morgun... djöfull þarf ég að rokka þetta strax á fimmtudag og það líka í heila viku!!! svo kem ég heim á föstudeginum!!! hlakka alveg til þó mar sé nú ekki orðinn eins spenntur of oft áður... get hreinlega ekki gefið mér tíma í soleiðis tilfinningavesen... hehe
.
...jamm, alltaf nóg að gera í köben beibí...
???hvenær á ég að sofa???
Engin ummæli:
Skrifa ummæli