laugardagur, maí 13, 2006

cola...

!!!ótrúlegt hvað er hægt að drekka mikið af cola!!!
.
er búin að vera í svokallaðri "áfengispásu" síðan síðustu helgi... sem er svo sem ekki frásögu færandi (eða kannski jú...) nema að ég fór í bæinn með liðinu í gær og þar sem veðrið er búið að vera sona súper gott þá eru allir staðir ein hitasvækja og endalaus reykur... ég mátti til með að fá mér eitthvað að drekka og þar sem ég er nú ekki þekkt fyrir að drekka mikið vatn þá fékk ég mér Coke...
.
í grillinu fyrr um kvöldið held ég að ég hafi drukkið um 1 líter af Cola light og í bænum held ég að ég hafi drukkið eitthvað svipað... en af venjulegu Cola... var að stikna og reykurinn fór massívt í augun á mér... ætlaði bara að fá mér eins og eina cola en endaði sum sé í helling... þetta er ávanabindandi helvíti!!! það var eins og það væri verið að borga mér massa pening fyrir að drekka Cola... gleymdi meira að segja að biðja um cola light í síðasta skiptið... líkaminn öskraði bara á sykur og lét mig gleyma "light"...
.
svo náttlega þegar ég kom heim varð mér loksins ljóst hversu mikið ég hafði drukkið og djöfuls viðbjóður... tennurnar löðrandi í sykri og ógeð...
.
...veit satt best að segja ekki hvort mar eigi að mæla með áfengipásu...
...held þá barasta að bjórinn sé skárri...
...þá allavega tekur mar ekki eftir þessu öllu saman...
.
...::hehehe::...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahaha!! djöfull var ég ánægð með þig að þrauka ein edrú ein eikkað þambandi kók....haha miiikið kók ...við aularnir beiluðum á þessum díl meeeen! já og hjálp ofur aktíví kærastinn minn vill endilega fara í go kart á morgun.... prittí plíís koddu með

Nafnlaus sagði...

já mér finnst þetta vel af sér vikið hjá þér... held þetta sé í fyrsta skipti sem ég hef vitað af þér edrú á djamminu... sko alveg edrú... embla=bjór... alveg það sama:) knús frá okkur mús:*