mánudagur, apríl 17, 2006

innbrotsþjófur...

vaknaði upp í dag við þá óskemmtilegu hugsun að það væri einhver að reyna að brjótast inn um útidyrnar hjá okkur...
.
lætin voru svakaleg og allir meðlimir heimilisins hrukku upp af værum svefni þótt klukkan væri orðin tvö...
.
allir komnir fram og lætin héldu áfram... það var ljóst, það var einhver að missa það með því að berja á útidyrnar...
.
helgi var hetjan í dag... fór og opnaði og þá var það gamla að ofan...
.
fyrir þá sem lesa þessa síðu reglulega vita að gamla er ansi hress á kantinum þegar hún fær þörfina fyrir að kvarta... og ekki var hún minna hress núna... hún kom hér niður í eldhúsgluggann síðustu helgi og kvartaði undan látum og sagðist ei geta sofið og hversu óþolandi það væri að við héldum partý hverja helgi... við vorum nú ekki alveg sammála því... er partý þegar 6 manns eru hérna??? og þá eru húshaldarar meðtaldir???
.
noh... það komu tveir vinir grímu hingað í gær ásamt tveimur vinum dóra... vinir dóra fóru frekar snemma og vinir hennar grímu... það var hins vegar ekkert skemmtilegt um að vera á stöðunum í kring svo gríma og co komu aftur... eftir það sátum við inni í eldhúsi með smá músík og spjölluðum saman... er það partý???
.
gamla kom sum sé hress á kantinum niður í morgun og ákvað að vekja mannskapinn með því að leika innbrotsþjóf... sem tókst gríðarvel :) helgi lenti fyrir svörum og hún kvartaði yfir partýi hverja helgi og að þau gætu ekki sofið... helgi sagði að sjálfsögðu "undskyld" trekk í trekk en hún lét það nú ekki á sig fá og ætlar að hringja í eigendur á morgun... hún ætti þá að eiga góðan dag því þá kemst hún ábyggilega að því að við erum að flytja út eftir ca mánuð :) þá ætti gamla að verða ánægð og hver veit nema henni verði alveg sama þótt við höldum partý allar helgar þangað til???

Engin ummæli: