...í þessum skrifuðu orðum er meðleigjandi minn í þýskalandi að kaupa 36 kassa af bjór fyrir heimilið...
.
okkur reiknast til að þetta endist okkur þangað til við flytjum út þann 1.júní... þó veit mar aldrei því oft poppa upp skemmtileg partý alveg uppúr þurru... svo eigum við líka eftir að halda málningarpartý fyrir liðið sem ætlar að hjálpa okkur að gera upp pleisið... og að sjálfsögðu má ekki gleyma útflutningspartýinu sem verður haldið á Eurovision kvöldinu... þar verður án efa mikið drukkið... líka síðasta helgi til að detta almennilega í það fyrir próf :)
.
allan þennan bjór... sem er eðal carlberg í litlum dósum... erum við að fá fyrir litlar 2.000 DKK... eða um 24.000 ISK eins og gengið er í dag... í landi bankanna og yfirtökumanna myndi þetta kosta um 119.000 ISK... hugsið ykkur hvað þetta er mikið kjaftæði! hehe... án gríns... held það sé ekki til betra orð yfir þetta... nema þótt væri kannski RUGL! þarna munar um ansi góða summu...
.
jamm... er yfir mig ánægð að búa í landi baunanna sem stendur... gott að vera sona skratti nálægt landi nægtanna... svo er ég líka nýbúin í "evaluation" sem gekk bara þó nokkuð vel... eftir mikla yfirsetu og vökunætur... as usual :)
.
þykist núna ætla að taka mig á í skipulagninu námsins... veit ég segi þetta eftir hvert einasta próf en það má alltaf reyna :) ætla mér að actually læra eitthvað um páskana þó ég viti neðstu undir niðri að það eru ei miklar líkur á því... gríma sys er komin í heimsókn og það ekki stutt... neineinei, hún ætlar að vera hjá okkur í 2 vikur :) must að taka túristahringinn með henni því þótt hún hafi nú komið hingað stundum áður þá hefur hún aldrei séð þessa helstu túristastaði... svo er jafnvel spurning hvort mar leggi í roadtrip um danmörku... ja, eða kíki bara yfir í land nægtanna :)
.
...bið alla vel að lifa og eiga gott páskafrí...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli