þriðjudagur, nóvember 24, 2009

þjóðareinkenni

búin að finna 2 sérkennileg einkenni fólks hér í Grænlandi... ég vil meina að þetta sé ákveðið þjóðareinkenni en kannski soldið erfitt að fullyrða það þar sem ég hef ekki eytt neinum tíma utan Nuuk :P ég veit ekki hvort maður geti kallað þetta þjóðareinkenni eða eitthvað annað... finn allavega ekki eins og er betra íslenskt orð yfir þetta fyrirbæri :P
.
þjóðareinkenni nr. 1 - hér eru allir rosalega uppteknir af "underlivsbetændelse" aka. blöðrubólgu! þetta er alveg magnað - það er alveg sama við hvern er talað þá eru allir 100% á því að blöðrubólga sé aðallega vegna kulda og það á fótum og löppum! ég er sjálf búin að fá gefins yfirbuxur því yfirmanni mínum og góðri vinkonu fannst ég illa klædd í mínum leggings... :P ég er reyndar búin að reyna að segja henni að þetta hafi nú yfirleitt ekkert með kulda að gera en hún lætur sér ekki segjast frekar en aðrir... ég þarf líka mikið að eiga við fólk röflandi um blöðrubólgu í vinnunni - þau kvarta yfir kulda í byggingunum og að "allir starfsmenn eru orðnir veikir og með blöðrubólgu" WTF! mig langar auðvitað mest að svara til að fólk sem situr á rassinum á vinnustaðnum allan daginn getur ekki fengið blöðrubólgu af kulda þar... það hlýtur að hitna aðeins undir þessu liði á rúskinnsstólunum... svo langar mig líka að útskýra fyrir þeim að blöðrubólga stafar yfirleitt af "samleve" en ekki kulda...
.
þjóðareinkenni nr.2 - eins og fólk er upptekið og sannfært um að "allir" fái blöðrubólgu af smá kulda þá eru einmitt alveg jafn margir 100% á því að það sé "skimmelsvamp" aka. sveppur í öllum byggingum í bænum... þá má ekki koma smá raki og/eða fúkkalykt þá er kominn sveppur í alla bygginguna og það á að loka henni! fólk ekki alveg að ná rökunum fyrir því að sveppur lifir ekki í loftræstu rými... það á helst að rífa húsið niður og byggja uppá nýtt :P búin að lenda í þessu oft í vinnunni og það vita auðvitað allir aðrir best :) smá litur á veggnum eftir leka og það er öskrað sveppur! ég er orðin frekar fælin á þetta og hætt að hlusta :P sem er auðvitað ekki gott ef það kemur svo í alvöru sveppur! hehehehe...
.
en þetta er spes... soldið eins og við heima tölum endalaust um veðrið kannski :P það er allavega hingað til besta samlíkingin sem ég hef fundið... við erum auðvitað meiriháttar upptekin af veðratali :) hér er það "underlivsbetændelse og skimmelsvamp"
.
velkomin til Grænlands

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Make this an important part of any puppie's day for its lifetime. Sign up for my pet blog and let me know if you have questions or concerns regarding your pets. No matter how guilty a dog may seem to act after you find your favorite shoes destroyed, he is really just reacting to your anger without understanding why he is in trouble. Be sure to have the puppy sit when another dog is approaching. The cotton side should be up so that it can catch bladder accidents.

my blog post miniature english