miðvikudagur, nóvember 05, 2008

áframhald?

úher... spurning um að halda áfram eða??? held það barasta, sérstaklega ef til kemur að mar flýji land...

það er sko alveg inni á kortinu, líklegt að ég missi vinnuna bráðlega ef ekki koma inn fleiri verkefni :P að ég tali nú ekki um ef núverandi verkefni verður pásað...

ég er aðallega að hugsa til norðurlandanna, dubai, írlands eða skotlands :P nú er bara að drífa sig í gang, uppfæra cv-ið, þýða yfir á ensku, sænsku, norsku, dönsku og drífa í að sækja um :) er held ég alveg búin að sjá það að það þýðir ekkert fyrir mig að vera hér áfram ef ég missi vinnuna, tölurnar um uppsagnir á teiknistofunum eru þannig að ég held það sé ekki séns að fá vinnu hér heima í bráð... og í bráð þá er ég að tala um allavega næsta árið til 3... eina vitið að koma sér út, sérstaklega þegar mar er laus og liðugur og án barna ;)

er það ekki málið? finna sér nýtt ævitýri... hvenær ætla ég að hætta þessu... :P

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er alltaf spennandi að fylgjast með þér, ég styð þig 100% í þessu þar sem þú hefur engar skuldbindingar hér. Um að gera að safna ævintýrum:)

Embla Kristjánsdóttir sagði...

hehe, nú langar mig mest að vera hér :P breytist dag frá degi... nenni helst ekki að byrja uppá nýtt erlendis, einu sinni enn!

7fn sagði...

við saga viljum nú helst ekkert að þú farir:(
en ég styð þig samt í því sem þú gerir:)

luv:*