lenti í því skemmtilegasta og fyndnasta sem ég hef lent í lengi hér á heimilinu síðastliðna nótt... þarf reyndar ekki mikið til eins og sést á færslunni á undan þar sem ég á mér ekkert líf :P
.
sambýlingurinn minn tók sig til og hélt skemmtun fyrir mig... hann tók það upp að ganga í svefni :) hef reyndar heyrt frá skyldmennum hans að hann hafi átt þetta til áður og því kom þetta mér ekki mikið á óvart...
.
diddi "vaknaði" sem sagt og strunsaði fram í eldhús, að ég hélt til að fá sér að borða en að hann hefði gleymt því að hann ætti ekkert til... nema hvað, hann opnar jú ísskápinn heyri ég og er eitthvað að stússast í smá tíma, opnar síðan inn á bað (við hliðina) að ég hélt væntanlega til að nota það en passar sig svo á að harðloka því hérumbil strax aftur... pínku pirruð því það heyrist svo svakalega í þessari helvítis hurð og ekki má gleyma því að ég sef í stofunni og vakna því við allan umgang :) næsta sem hann gerir er að rölta inn í leggst uppí sófa og sofnar...
.
ég vissi að það væri ennþá opið inn til hans því í þeirri hurð heyrist einnig mikið og ég hafði ekki heyrt hann loka... inni hjá honum er notabene skítakuldi þar sem ekki er skrúfað frá ofninum og sá kuldi leggst yfir alla stofuna ef mar passar ekki að loka :P ég skellti mér á fætur, lokaði hurðinni, fór inn á bað (til að nota það!) og er ekki þá þar pokinn sem við söfnum dagblöðum í!!! hehe... kallinn að taka til eða??? svo fór ég aftur uppí rúm og ákvað bara að leyfa didda að krassa í sófanum en um leið og hann byrjaði að hrjóta þá rak ég hann inn... þurfti lítið til sko :)
.
það verður reyndar að fylgja þessari sögu að diddi kom heim fyrr um nóttina af djamminu og eftir því sem fólk segir mér þá verður hann oft soldið spes í svefni sökum drykkju... hef til að mynda stundum vaknað við hann vera að rífast við einhvern uppúr svefni og það er yfirleitt eftir bjór eða svo...
.
eins og þetta var lúmskt fyndið þá var ekki eins fyndið að þetta var í annað skipti sem ég vaknaði við roomyinn þá nóttina... fyrst þegar hann kom heim af djamminu og svo þetta... og ofan á þá gat ég ekki sofið fyrir hrotum og þurfti að reka hann inn...
.
fólk, ég á ekki kærasta af ástæðu!!!
.
vaknaði svo ekki fyrr en að verða 12 eftir erfiða en lúmskt skemmtilega nótt sem setur allt læriplan úr skorðum í dag... en þá verð ég bara að drekka minna á jólabingóinu í kvöld og læra meira þunn á morgun :P
2 ummæli:
He he he he, alltaf gaman af svona svefngöngum.....þó mín eigin saga sé kannski ekki sú allra skemmtilegasta, eða ekki kannski til að segja öðrum frá :S
Hihi góða skemmtun á jólabingó xxx
Tráns
haha! greiið Diddi hvers þarf hann að gjalda !:) kv old roomí þórey sem gekk ekki í svefni bara dansaði full
Skrifa ummæli