jú, þetta sagði einn af mínum sambýlingum síðasta þriðjudag...
.
ég bjó sum sé með Didda og Brynju, hans ektakvinnu hér í litlu íbúðinni í Valby... svo síðasta mánudag ákvað skvísan að fara heim á klakann... missir fyrir okkur bæði... þannig að við Diddi erum hér tvö eftir og vonandi helst það nú fram yfir jólin :)
.
en út í allt annað... af hverju í andskotanum heldur maður að það sé hægt að gera allt á einni nóttu??? ótrúlegt... önn eftir önn er ég komin með upp fyrir haus af verkefnum því ég kann ekki og meira reyndar nenni held ég ekki að vinna skipulega... klára eitt verkefni, tek mér svo frí í allt of langan tíma og lendi í þvílíku veseni með að klára næsta stig!!! fucking helvíti...
.
er sum sé upp fyrir haus hérna að reyna að klára ansi margt á immit alltof stuttum tíma... og við tekur nákvæmlega sama batteríið þegar það er búið! shit hvað ég nenni þessu alls ekki!!! djöfuls ógeð... er alveg með gubbuna hérna af skólanum og ef ég væri ekki á síðustu önninni þá myndi ég fara í frí! og eins og staðan er í dag þá er ég orðin ansi stressuð um að ég falli hreinlega!!! shæt mar... það má bara alls ekki gerast!
.
svo náttlega eins og alltaf þegar mar á að vera að læra þá gerir mar allt annað... :P er búin að vera voða dugleg að naglalakka, húðhreinsa, ljósast, taka til, þvo þvott, vaska upp og finna mér ástæður fyrir að "þurfa" að fara niður í bæ :) en ég er líka í fylleríspásu - ekki sama og bjór pásu - og vonandi hefst þetta allt saman... fæ samt pottþétt spark í rassgatið á þriðjudag þegar ég fer í mat... :P ekki þannig að það hafi ekki gerst áður... hehe
.
framundan hjá mér er sum sé... díla við spark í rassgatið... sparka sjálf í rassgatið á mér... drullast til að gera allan fjandann... fara á ísland-danmörk... fara á julefrokost og læralæralæra!
...
hilsen fra skide kolde sjöppenhavn...
2 ummæli:
Þarna þekki ég þig Emblu :-) Þetta reddast mar!
iss það reddast alltaf allt..;)
og þú átt ekki eftir að falla, held að þú sért búnað segja þetta allar annirnar þínar hehehe
knús
Skrifa ummæli