mánudagur, febrúar 13, 2006

þorrablót...

...rosaleg helgi liðin...
.
á föstudag fór ég í vinafest í eldhúsinu á kolleginu hennar hrefnu... þá bjóða þeir sem búa þar og deila eldhúsi vinum sínum og hver gestur á að koma með 1/2 flösku af víni... svo er búinn til opinn bar og allir sem komu með eitthvað fá sona smart armbönd og mega ganga á barinn og mixa kokteila að vild :) svaka sniðug hugmynd... en ég var að sjálfsögðu bara í bjórnum :) svo komu þarna 2 uppáklæddir heimamenn með fisherman's friend og helltu uppí fólk :) ég fékk mér eitt... vorum í partýinu til um 5 held ég... hjólaði svo heim eins og ég hefði aldrei gert neitt annað og þar sat halli enn vakandi... fékk mér smá öl með honum og svo í háttinn um 7 leytið...
.
sem var ekkert alltof sniðugt þar sem ég og dagný vorum búnar að plana dömudag... hittingur kl 14 á laugardeginum... dagný hringdi kl 14 og var þá nývöknuð, þunn og á leið í bæinn að reyna að finna sér föt fyrir kvöldið :) sem var bara nokkuð fínt fyrir mig í einni verstu þynnku ævi minnar... dagný kom ei fyrr en að verða 17 og þá dreif ég mig af stað í að dressa mig... vorum svo komin á blótið um 18:30... og fengum sem betur fer borð öll saman :)
maturinn var sona lala... og kannski sérstaklega í ljósi þess að ég held ég hafi ekki orðið sona þunn síðan á bubba tónleikunum í október... var samt að sötra ölinn og það virkaði hreinlega ekki neitt... og meira að segja búin að taka verkjatöflur fyrr um daginn... hélt það nú samt út því ég vissi að ég yrði ágæt um 21 leytið... sem gekk síðan alveg upp :) fór loksins að líða betur og þá var auðvitað skellt sér á meira djamm :)
blótið var svo búið um 2 leytið og þá fórum við nokkur í partý á kollegið hennar hrefnu á meðan aðrir skelltu sér niður í bæ...
.
vel heppnuð helgi í alla staði þó svo þynnkan hefði verið nokkur truflun... og auðvitað var þynnka sunnudagsins ekki mikið skárri... pínu samt :)
.
nú er bara um að gera fyrir ykkur að kíkja á myndir frá helginni... hér til hliðar :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sjæse... snildar myndir og gedveikt djamm.. . en smbla hvad er msn-id hjá tér?

Nafnlaus sagði...

Já þetta var good sjitt djamm... þegar við loks vorum orðnar ferskar... og gústi lærðu að pikka Embla ekki smbla