miðvikudagur, febrúar 22, 2006

krónuvesen...

nú er allt á blússandi swingi heima... krónan að falla og allt í rugli... ég var gríðarheppin, millifærði yfir 1 millu daginn áður en allt fór í háaloft :) þvílík snilld!!! hefði orðið ansi svekkt ef ég hefði ekki verið búin að þessu sko... verst að ég millifærði ekki meira... en það er hluti af leiknum að bankanum... the kat vs the mouse...hehe

kláraði námskeiðið í skólanum á fös með 11... alls ekki amalegt það :) gríðarstolt af sjálfri mér og hópnum mínum... sérstaklega þar sem þetta var námskeið á "línunni" minni, arkitektúr :) svo byrjaði önnin fyrir alvöru síðasta mánudag... nýr hópur, nýtt verkefni sem stendur alla önnina... hljómar spennandi og gæti barasta orðið nokkuð skemmtilegt :)

kíkti í mat til ástu & arnars í gær... fékk íslenska bleikju a la ásta... þvílík snilld! massa góður matur... massa gaman að taka slúður session með ástunni... og rosa gaman að sjá strákana... held ég hafi barasta ekki séð þá síðan í október... usss! Logi orðinn svaka stór og allur í að spjalla og Loftur ekki lítið búinn að stækka og safna meira hári!!! og líka svona hrifinn af mér... allur að hlægja og læti :)

rokkari dauðans...

feðgarnir...

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

fuglaflensa...

...usssss...
.
það er ekki nóg að mar sé á nettum varðbergi gagnvart sprengjuvörgum heldur þarf mar nú líka að passa sig að meðhöndla ekki fugla... hehe, ekki það að mar sé eitthvað að því daglega né að það sé á planinu... en nú er fuglaflensan víst komin til þýskalands... ekki langt fyrir hana að koma hingað sko... og ef hún stökkbreytist þá verður það mitt fyrsta verk að kaupa eitt stykki andlitsgrímu...
.
kannski mar nái að koma af stað bisness í leiðinni... eins og þeir gerðu í asíu... fara að selja fallega hannaðar andlitsgrímur???
.
eina fyrir djammið, eina fyrir dating, eina fyrir skólann, eina fyrir vinnuna, eina fyrir "going out" á virkum dögum og kannski eina fyrir t.d. foreldraheimsóknir???
.
hvað segið þið? haldið þið að ég geti orðið rík á hræðsu annarra???

mánudagur, febrúar 13, 2006

þorrablót...

...rosaleg helgi liðin...
.
á föstudag fór ég í vinafest í eldhúsinu á kolleginu hennar hrefnu... þá bjóða þeir sem búa þar og deila eldhúsi vinum sínum og hver gestur á að koma með 1/2 flösku af víni... svo er búinn til opinn bar og allir sem komu með eitthvað fá sona smart armbönd og mega ganga á barinn og mixa kokteila að vild :) svaka sniðug hugmynd... en ég var að sjálfsögðu bara í bjórnum :) svo komu þarna 2 uppáklæddir heimamenn með fisherman's friend og helltu uppí fólk :) ég fékk mér eitt... vorum í partýinu til um 5 held ég... hjólaði svo heim eins og ég hefði aldrei gert neitt annað og þar sat halli enn vakandi... fékk mér smá öl með honum og svo í háttinn um 7 leytið...
.
sem var ekkert alltof sniðugt þar sem ég og dagný vorum búnar að plana dömudag... hittingur kl 14 á laugardeginum... dagný hringdi kl 14 og var þá nývöknuð, þunn og á leið í bæinn að reyna að finna sér föt fyrir kvöldið :) sem var bara nokkuð fínt fyrir mig í einni verstu þynnku ævi minnar... dagný kom ei fyrr en að verða 17 og þá dreif ég mig af stað í að dressa mig... vorum svo komin á blótið um 18:30... og fengum sem betur fer borð öll saman :)
maturinn var sona lala... og kannski sérstaklega í ljósi þess að ég held ég hafi ekki orðið sona þunn síðan á bubba tónleikunum í október... var samt að sötra ölinn og það virkaði hreinlega ekki neitt... og meira að segja búin að taka verkjatöflur fyrr um daginn... hélt það nú samt út því ég vissi að ég yrði ágæt um 21 leytið... sem gekk síðan alveg upp :) fór loksins að líða betur og þá var auðvitað skellt sér á meira djamm :)
blótið var svo búið um 2 leytið og þá fórum við nokkur í partý á kollegið hennar hrefnu á meðan aðrir skelltu sér niður í bæ...
.
vel heppnuð helgi í alla staði þó svo þynnkan hefði verið nokkur truflun... og auðvitað var þynnka sunnudagsins ekki mikið skárri... pínu samt :)
.
nú er bara um að gera fyrir ykkur að kíkja á myndir frá helginni... hér til hliðar :)

föstudagur, febrúar 10, 2006

í lagi með mann...

??? verður mar ekki að láta vita af sér ???

hef verið að fá soldið af spurningum að heiman um hvort það sé ekki bara allt að verða vitlaust hérna og hvort ég eigi ekki bara að drulla mér heim svo ég sé úr allri hættu...

neineineinei, pabbi minn!!! það er nú aldeilis ekki svo... held að það sé næsta víst að það gerist eitthvað... hvað og hvenær er ekki séns að segja til um... það þýðir hins vegar ekkert að láta það stoppa sig í að lifa, sjáiði til :) mar er bara ligeglad...

svo er líka orðin svo helvíti fín gæsla hérna... löggan á þvílíku varðbergi sko... má hvergi finnast bakpoki, þá er hann sprengdur upp... í viðurvist um 100 löggumanna :) svo hafa verið að ég held tvenn mótmæli hér... aðallega múslimar en allt ferlega friðsamlegt og aðallega til að mótmæla ástandinu niður frá... held að meirihluti múslima hér sé ekkert að fíla þetta...

en auðvitað er þetta ástand sem er ja... ofarlega í huga flestra hér... og þeir verða að fara að gera eitthvað í málunum áður en þetta verður mikið verra... nógu slæmt er það samt! og fullt af fyrirtækjum hér að tapa massa money í leiðinni... það er allavega lágmark að ritstjóri Jyllandsposten segi af sér...

en ég hef fulla trú á að þetta leysist upp... og eins og fyrri skrif segja þýðir ekkert að láta þetta hafa áhrif á sig... það gerist þegar það gerist... "bara brosa" sagði mér nokkuð sniðugur maður :)

annars allt massa fínt að frétta... er að taka út eitthvert vampíru tímabil núna... næ ekki að snúa sólarhringnum rétt... sem orsakast hugsanlega af því að það er mjööög lítill skóli at the moment... einungis um 8 tímar á viku :) mar kvartar nú ekki yfir því neitt sko :) er búin að vera í soldið miklum "ölhitting" fílíng síðan ég kom heim og þá er nú alltaf gott að geta sofið aðeins út :) það má sona rétt eftir að mar kemur... :)

um helgina er svo þorrablót íslendingafélagsins í köben!!! er búin að kaupa mér miða í mat + ball og er orðin gríðarspennt... ætlað taka "dömuhittingdressupmakeup" dag með henni dagnýju og kannski smá kokteil með :) ætlum að hittast um 2 leytið þegar karlahópurinn sem sveimar í kringum okkur fer að keppa í fótbolta og svo verðum við með tilbúinn kokteil fyrir þá þegar þeir koma heim... haldið á blót rétt fyrir kl 6 og djammað eitthvað fram eftir í hópi 600 íslendinga :) ekki amalegt það...

lofa að henda inn myndum strax eftir helgi af hinu stóra blóti en endilega tékkið á síðunni... fullt af nýjum myndum komnar inn...

...das vampire at 3 o'clock...