jújú... druslan komin í gróðarhug... er ekki fyrr stigin á klakann og strax farin að pæla hvernig ég get grætt peninga!!! komin í braskið... held stundum að ég hefði frekar átt að skella mér í viðskiptafræði eða eitthvað þannig dót...
ég er sum sé búin að láta meta íbúðina mína... í ljósi þess að fasteignamarkaðurinn virðist vera í toppi þessa dagana... og viti menn... mega gleðifréttir! þeir vilja setja 15 millur á hana!!! haha, keypti hana á 10.1 millur!!! fyrir aðeins einu og hálfu ári... erum að tala um nettan gróða þar... svo verð ég bara að finna mér einhvern snilla í viðskiptum sem getur braskað aðeins með peninginn fyrir mig svo ég fái meiri og meiri pening!!! planið er að fá fullt... sjáum hvernig það gengur... en langar mikið að kaupa mér íbúð í köben... og ef ég á nóg pening að kaupa líka hérna heima... eftir að verðið hefur aðeins lækkað... jebba, druslan er að selja...
annars allt massa fínt að frétta... er á leið út að borða með vesturbæjargellunum í kvöld... á caruso!! ég og elsa hittumst aðeins í öl í gær og ákváðum að hittast í smá öl áður en við mætum á svæðið í kvöld... aðeins að hita upp!!!
en ég óska öllum gleðilegra jóla og gleðilegs nýs árs... lifið heil!!!
miðvikudagur, desember 29, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hæ embla og takk fyrir síðast.... þó svo að þún veittir mér eikki neina gígantíska athygli.... en kíktun á bloggið mitt og svo heimta ég link;)
kveja Gönni bardagafiskur
www.actionfish.blogdrive.com
Skrifa ummæli