HELVÍTIS VEÐUR!!! þetta er hætt að vera fyndið!!! það rignir endalaust hérna og aumingjans fólkið á Hróarskeldu er bara í drullu upp að ökklum... var reyndar ágætt veður á mið, ég og túristaparið skelltum okkur í túristaleik og fórum í dýragarðinn... það er eiginlega ekki hægt að fara þangað oftar en einu sinni á ári!!! ég fór nebblega í fyrra...hehe, en þetta var svaka upplifum fyrir þau :) svo fórum við í tívolíið í gær og fengum líka ágætt veður, það ringdi allavega ekki :) stoppuðum síðan á pöbbnum okkar í öl og fórum óvart á fyllerí!!! svaka fjör:) samt engin þynnka í dag:) ég er bara hætt að verða þunn... verð bara svaka þreytt... stoppar mann samt ekki í að kíkja í bæinn á búðirnar :) svo verður bara tekið rólegt í kvöld... út að borða og svo smá öl á
pöbbnum... á ekki von á að við lendum aftur á fylleríi... held ég geti ekki meir!!
Þórey... ég kem á mánudag og takk kærlega fyrir commentin :) heyri í þér þegar ég kem :)
laugardagur, júlí 03, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli