miðvikudagur, mars 03, 2010

2 og hálfum mánuði seinna...

komnir 8 mánuðir í útlegð í Nuuk... shæse hvað tíminn er fljótur að líða :) og eigum við að ræða það eitthvað hvað það er langt síðan ég bloggaði síðast!
.
hér er allt á fullu as usual... hefur að vísu verið merkilega rólegt síðustu viku og ég bíð eftir skellinum... hlýtur að koma :) rólegt boðar yfirleitt einhverja geðveiki... ætli ég fái ekki fullt af verkefnum í pólitíkinni... pottþétt, því það er eitt það erfiðasta og leiðinlegast sem ég geri í mínu jobbi... senda inn breytingartillögur á fjárhagslögum og þannig... og skrifa pólitíska dönsku, veit ekki alveg :P en góð reynsla samt :)
.
naut jólafrísis á klakanum út í ystu... æði að ná svona löngum tíma þó ég hafi verið orðin soldið eirðarlaus í restina :P djammaði og djammaði, slakaði svo mikið að ég varð veik, náði að klára allar reddingar og innkaup (á hlutum sem ekki fást hér) og skellti mér svo bara í rólegheit og djamm í köben :)
.
síðan þá hefur bara verið stanlaus vinna og endalaust djamm! er að verða svampur hérna... alltaf eitthvað um að vera og í snjóleysinu er í sjálfu sér ekkert annað að gera en að djamma og hitta nýtt fólk :P búið að vera ansi mikið stuð svo nú er planið... einmitt "planið" að róa þetta niður og kannski taka eins og eina helgi í frí :P sjáum til hvernig það gengur...
.
veturinn loksins kominn... hér er búið að vera snjólaust síðan um jólin, frostið er nú alltaf með en samt ótrúlega "heitt" miðað við að ég bý í Grænlandi... síðustu 3 daga hefur svo snjóað og snjóað og frost um -11 til -13, í vindi finnst manni það vera -27... snjórinn þar af leiðandi "þurr" og "brakandi" og um leið og blæs aðeins fer allt af stað og úr verður blindbylur svo maður sér ekki næstu 20 metra... en bara gaman og er að vona að það verði gott veður um helgina svo maður nái að skella sér aðeins í brekkurnar :) að vísu auðvitað með plan á laug kvöld en stefnan er tekin á að fara ekki í bæinn og þola bara temmilega þynnku daginn eftir :) ef hún verður ekki slæm og veður gott er aldrei að vita nema ég skelli mér á bretti :)
.
hrefna systir er svo búin að fá praktikpláss á sjúkrahúsinu hérna í allan ágúst svo við náum góðum tíma saman þá :) breytast aðeins upphafleg sumarfrísplön en allt í góðu, passar æðislega við brúðkaup asks og helgu bjargar sem er dagsett 17.júlí :) ég verð því líklegast heima allan júlí :) gríðarspennandi tímar framundan og ekki minna spennandi í vinnunni :)
.
hitti ísbjörn um daginn... veiddist einn hérna rétt hjá og fór og fylgdist með þegar þeir komu með hann svo dýralæknirinn gæti skoðað hann... því miður var búið að fletta hann en hann hékk þarna eins og maður hengir upp stóra fiska svo við gátum skoðað hann vel :) tók myndir á símann minn (stóra vélin biluð), þarf bara að læra að henda þeim hingað inn :P geri það við fyrsta tækifæri :) fékk hins vegar ekkert kjet af dýrinu... veiðimennirnir skiptu því víst bara á milli sín og familíunnar... kannski eins gott því það er víst mikið um Trikine snýkjudýr í ísbjörnum og það vill maður ekki fá í sinn líkama... ekki hægt að losna við það og því getur það þýtt veikindi það sem eftir er ævinnar :P verður samt erfitt val ef ég fæ tækifæri til að smakka... mun þó fara fram á að kjetið hafi verið soðið í ansi marga klukkutíma...
.
bara smá fréttir héðan :) læt nú ekki líða svona langt á milli færslna næst...