var að fá kvörtun yfir bloggleysi bæjarins... smá innskot til að reyna að bæta úr því :)
búin að skila ritgerðinni... fæ út úr því í viku 47 (allt í vikum hér sko...) hef ekki verið dugleg síðan ég skilaði og er því að renna á rassgatið með stóra útskriftarverkefnið hérna... sé fram á vökunætur næstu ca. 6 vikurnar!!! sona er að drulla sér ekki í gírinn...
er í því þessa dagana að sækja um vinnur með náminu því ég sé fram á að verða gjaldþrota ef ég fæ ekki meiri pening... helvítis LÍN!!! er að vona að ég fái vinnu uppá ca. 15 tíma á viku og með því vona ég líka að ég verði örlítið skipulagðari... virkar oft þannig sko... því meira sem mar hefur að gera því meira kemur mar í verk :)
djammið alltaf á sínum stað... þó búið að minnka það samfara peningaleysi og er því einungis djammað hér einu sinni í viku (einungis já!)... lítið að frétta þaðan utan að ég hitti gaur fyrir um 2 vikum sem bauð mér á deit og ég fór! rosa gaman, var reyndar soldið stressuð um að ég myndi ekki þekkja hann aftur því ég mundi ekki alveg hvernig hann leit út... mundi samt að það var rosa gaman að tala við hann og mundi alveg eftir að hafa gefið honum númerið mitt!!! en ég skellti mér og þekkti hann um leið og hann kom :) rosa gaman á deitinu... massa fínt að tala við hann en ég komst að því að hann er færeyingur og bara 22 ára!!! enginn neisti þar sko... svo fékk ég sms um helgina þar sem hann spurði hvort ég vildi hitta hann aftur og ég svaraði bara: held því miður ekki... :P best að vera hreinskilin ekki satt???
annars gengur allt í haginn, öllum kemur vel saman á heimilinu og við erum orðin þvílíkt dugleg að elda alltaf heima og spara saman :) mjöööög ánægð með það :)
framhaldið: fara út að hlaupa, elda áfram heima, spara og drullast til að klára verkefnið!!!
þriðjudagur, október 30, 2007
laugardagur, október 06, 2007
var ég ekki búin að lofa djammsögu???
here it is...
where to begin???
byrja á kollegibar hlínar þar sem við fórum "óvart" á djammið á fimmtudegi fyrir 2 vikum síðan... ég orðin fínt vel í glasi og á mínu daður tímabili... sé svona líka sætan gæja og hözzla hann :P nema hvað... hann átti hvergi heima en gisti hjá vini sínum sem bjó í eins herbergja íbúð á umræddu kollegi og ég var í gistingu hjá hlín og átti heldur hvergi heima... vinur hans var sko alveg sáttur það kvöld að lána okkur íbúðina :P ekki mikið meir um það kvöld....
svo síðasta laugardag bauð afmælisbarnið hún hlín fullt af fólki að mæta á barinn og drekka og fagna stórafmælinu :) það var stuð fram eftir kvöldi og mætir ekki mitt fyrrverandi hözzl... ennþá jafn sætur :) vorum bæði voða kammó fyrst en endaði að sjálfsögðu í hözzlinu aftur :P ekki annað hægt... nema hann átti hvergi heima ennþá og enn í gistingu hjá vininum... en vinurinn var reyndar í svíþjóð það kvöld svo það var lítið mál að vera þar :)
svo kemur pönchið... ég vakna eftir gleði næturinnar um kl. 6:30 við það að vinurinn stendur yfir okkur að reyna að vekja hözzlið mitt... verð að taka það fram að vinurinn er eins flaming gay og hægt er að ýminda sér - reynið að sjá þetta fyrir ykkur... standandi yfir rúminu og aðeins ein sæng! anyhú... hann byrjaði strax að skamma hözzlið mitt, man reyndar ekkert hvað hann var að segja en náði því að ég átti sko ekki að vera þarna... vinurinn kom sko heim með nýja gæjann sinn! vinurinn fór svo fram á gang svo maður gæti nú klætt sig en hözzlið mitt í því að rífast við hann í gegnum dyrnar á meðan á því stóð... svo allir komnir í föt, opnað fram, haldið áfram að rífast og bang! haldið þið að hözzlið mitt hafi ekki bara ákveðið að flytja út þarna strax um morguninn... ég forðaði mér fram á gang, hözzlið byrjaði að henda út dóti, ég skildi ekki neitt í neinu, annar vinur þeirra sem bjó á sama gangi líka að fylgjast með og skildi heldur ekki neitt... við erum sko að tala um að henda dótinu fram á gang... líka matnum! þetta var náttlega mesta drama sem ég hef á ævinni orðið vitni að!!! og ég náttlega ennþá full... og tók þátt í dramanu... var öll: er þetta mér að kenna??? og felldi tár, hringi í hlín sem kom yfir og sagði mér að koma mér út, en nei... ég vildi vera áfram í dramanu!!! hvað er það??? var á endanum fullvissuð um að þetta væri nú alls ekki mér að kenna heldur löngu tímabært drama!!!
þetta tók nú smám saman enda og ég löngu hætt að fella tár (voru bara nokkur :P) og þegar hözzlið hélt hann væri kominn með allt þá spurði ég hann hvað planið væri og hann vissi það nú bara alls ekki! þannig ég og vinurinn sem býr á sama gangi fórum aðeins að taka til í draslinu og raða því í kassa og þannig... og færa það nær lyftunni svo það yrði auðveldara að flytja... vinurinn á ganginum fór svo inn til sín og bjó til strawberry daquiry sem við síðan drukkum sitjandi á ganginum með búslóð hözzlsins við hliðina! endaði svo sem allt vel þó svo ég vildi ekki fá símann hjá mínum... meika ekki gay drama helvítis! ekki aftur...
hef aldrei á ævinni lent í öðru eins! og að ég skyldi hafa tekið þátt í þessu... hahahahahaha... never again! en ég ætla ekki að lofa því að ef ég hitti hann aftur að það gerist ekkert... híhíh...
langar í lokin að skella hér inn mynd af mér fyrir þrem árum síðan og annarri sem var tekin bara núna um daginn... check out the difference :)
...ég í skólanum fyrir þremur árum...
...þremur árum seinna og alltaf lítur mar betur út í svarhvítu...
miðvikudagur, október 03, 2007
mál að blogga á ný...
er það ekki??? ansi margt búið að ganga á síðan síðasta blogg :)
íbúðin tilbúin til útleigu og allt gengur fínt þar...
hætt í vinnunni... í bili???
fór til túnis í tvær vikur með mestu snilldarhjúkkunum...
komin aftur til köben í leiðindaskólann og alveg að verða búin...
!!!Túnis!!!
Þvílík snilldarferð! Ég, Sigurveig og Úlfhildur skelltum okkur í afslöppunarferð... og þannig var hún út í eitt :) Ódýrt að lifa og búa þar þannig við vorum að mestu á 4 stjörnu hótelum... möst að hafa sundlaug! Fórum ansi víða á skömmum tíma en náðum samt sem áður þvílíkri slökun... Alls konar snilldar hlátursköst, fullt af athygli (á tímum ooof mikið) og flashback til Benidorm '97... bara dæmi um góða tíma í ferðinni :)
Læt myndirnar tala frekara máli...
hitinn óbærilegur í byrjun skoðunarferðar í Carthage... aðeins að hvíla sig í skugganum áður en lagt var í hann
útsýni í Carthage
hurðir og gluggar eru alltaf máluð blá í Sidi Bou Said
Ég er mest smart!
Útsýni frá kaffihúsi í Sidi Bou Said
Hláturskast í Sousse
Einkasundlaugin okkar í Mahdia... stundum var einn maður þarna en hann hvarf fljótlega eftir að við opnuðum munninn og misstum okkur í hlátri...
Útsýnið frá þaki hótelsins þar sem sundlaugin var
Erkióvinur Úlfhildar
Ekki alltaf hægt að flatmaga í sólinni :) Hreyfa sig aðeins...
Ég eignaðist gríðar ungan aðdáðanda... sem við köllum Alibaba frá Mahdia
Hláturskast í einni lestarferðinni
Held að þetta sé skrýtnasta mynd sem er til af mér...
Rölt í gegnum crowdið í Medinu Túnisborgar í 45 stiga hita
Nýbúnar að borða á fína Dar Bel Hadj
Kveðjustund í London
Þessi ferð var meiriháttar snilld eins og sjá má... á líklega eftir að koma með fleiri færslur eftir því sem maður man meira smáatriðin :)
en þessa dagana er aðalmálið í lífinu að klára helvítis dissertationið... bévítans ritgerð... á að skilast 12.okt. planið er að reyna að klára á sun... vona svooo að það hafist svo mar hafi góðan tíma til að lesa yfir og láta aðra hjálpa sér með það :P
svo er bara að skella sér á fullu í lokaverkefnið!!!
læt heyra í mér brátt... hver veit nema ég komi með djammsögu???
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)