sunnudagur, september 24, 2006
andrés önd og félagar...
þriðjudagur, september 19, 2006
lítið að frétta...
...fundum þennan félaga um daginn-miklir fagnaðarfundir...
!!!og ég er búin að finna kaffihús sem selur kaffi!!!
...nú vantar bara ljósastofu og "beauty parlor"...
miðvikudagur, september 13, 2006
hundurinn ég...
jæja... þið urðuð öll of sein til að panta að fá að fara með afmælisgjöf handa honum föður karli mínum!!! get ekki sagt að ég sé gríðaránægð með viðbrögðin...
.
maginn komst sem betur fer í lag á föstudag... ég er greinilega ennþá að sleppa vel :) helgin var tekin í rólegheit á föstudeginum því við vorum búin að mæla okkur mót við hóp af liði úr skólanum til að fara í "investigation" ferð... sem þýðir bara það að við þurftum að rölta allan daginn og skoða íbúðarhverfi... kvöldið var að sjálfsögðu tekið í djamm og sun í netta þynnku með McDonald's og tilheyrandi :)
.
á sun kvöldið hringdi svo annar kennarinn okkar og bauð okkur með í "field trip" daginn eftir... sagði að hugsanlega þyrftum við að gista svo við ættum að koma í skólann morguninn eftir með dót með okkur... off we go, í þorp sem við höldum að heiti "diayang", um 1 og 1/2 klst héðan... um leið og við komum var okkur vísað á hótelið okkar svo það var útséð að við myndum eyða þarna nótt... nú, svo tók við fundur með einhverjum ráðamönnum þarna í bæ og svo brunað af stað í hefðbundinn kínverskan hádegismat...
hefðbundinn kínverskur matur er hringborð og þar ofan á er rosa stór glerdiskur sem hægt er að snúa... á þetta er svo raðað alls kyns réttum og mar fær sér að vild...
eftir matinn var okkur tilkynnt að við ættum að rannsaka eitthvert eldgamalt hús þarna... mæla og teikna það allt upp... eyddum restinni af deginum í það sem og fyrr part næsta dags og eftirmiðdagurinn fór í að skoða fleiri gömul hús...
.
þegar mar er í boði stjórnvalda að rannsaka þá er heldur betur stjanað við mann... kvöldmaturinn fyrsta daginn var hreinasta snilld! fengum að eta á stað þar sem allt var gulli slegið... og kínverski maturinn mjög fínn og víni og bjór skenkt endalaust :) það kvöld fengum við disk með hænsnalöpp! það er víst eitthvert kjöt á þessu... og auðvitað smökkuðum við :)
...hænsnalöppin...
seinna kvöldið var ekki síðra... borðuðum á sama stað og daginn áður og alveg eins vel boðið af mat og víni :) nema hvað að það var öllu undarlegri matur á boðstólnum... einhver strákanna hafði víst komið með sérpantanir... það fór svo þetta kvöld að ég smakkaði HUND, DÚFU, og borðað heilan smákrabba (kemur heill á borðið)... hundurinn er nú barasta nokkuð góður... eins og hrossakjöt á litinn en alls ekki eins seigur eða saltur... dúfan var ágæt... lítið kjöt samt á beinunum :) hehe...
...dúfuhaus...
.
í dag þurfti ég svo að skella mér til læknis því það sem ég hélt að væri moskítóbit leit út eins og það væri komin sýking í allt saman... sem hefði ekki verið neitt skrýtið þannig þar sem ég er með nett ofnæmi fyrir þessum kvikindum... nema hvað, það er náttlega aldrei neitt auðvelt í kringum mig! læknirinn segir mér að þetta séu ekki moskítóbit heldur ormabit!!! sem ég náði mér í þegar ég labbaði í gegnum gras á laugardaginn... djöfuls viðbjóður! liggur við að það sé verri tilhugsun um orminn að bíta en að borða hund... heheheh... en ég er sum sé komin á einhvern massa af lyfjum og kremum og á að verða góð eftir helgi...
...verst að ég get ekki verið í kjól um helgina...
föstudagur, september 08, 2006
loksins komin með í magann...
mánudagur, september 04, 2006
vaktararnir...
.
byrjuðum í skólanum á fimmtudaginn... mættum í fyrsta tíma í "workshop" kúrsinn okkar og fengum fyrirmæli um rannsókn sem við þurfum að gera áður en við getum byrjað að hanna heilt íbúðarhverfi... um 9:30 fórum við svo á fund með kennaranum sem hefur víst kennt í USA (veit ekki hvernig hann hefur farið að því!) og fórum yfir hvað hans kúrs snýst um... sem er í stuttu máli saga kínverks arkitektúr með áherslu elstu byggingar (án vestrænna áhrifa)... hljómar allt saman voða vel og við fáum að fara með í "research trips" þ.e. með útskriftarhópnum til að skoða eldri þorp og þannig... áttum reyndar að fara núna um helgina en kennarinn hringdi aldrei...
.
þessi kúrs byrjaði svo stundvíslega kl 10:00 á fim, sem þýðir að hann rekst á við "workshop" kúrsinn... það kemur víst ekki að sök því þar eru ekki eiginlegir fyrirlestrar... okkur var vísað í risa stofu án loftræstingar, fullri af litlum kínverjum... og kennarinn byrjaði að tala ensku sem er nú barasta alls ekki uppá marga fiska! USA my ass... talaði um sjálfan sig, sínar rannsóknir og hvað hann hefur haft mikið að gera í sumar í ca. 30min og gerði síðan það nákvæmlega sama á kínverku! við erum sum sé komin í kúrs þar sem er töluð enska en verður að þýða allt yfir á kínversku líka... pínku glate! það góða er samt að tíminn er ekki nema 2 klst...
.
á fim kvöldið ákváðum ég, mikael og ole að skella okkur á barinn eftir að hafa viðhafst í íbúðinni allan seinnipartinn... fórum að sjálfsögðu á scarlet og hittum þar fullt af liði sem buðu okkur með á litla scarlet! vissum náttlega ekkert hvað þau voru að tala um en þá er annar scarlet annars staðar í bænum... sona morgunpöbb :) þar getur mar djammað langt fram eftir... og þeir selja carlsberg!!! þvílíkur munaður...
.
fös fór svo náttlega meira og minna í netta þynnku... ekki mikið þó, og á laug þá tókum við ole og mikael hjólatúr um bæinn... átti að verða shopping trip en það varð úr að við vorum á ferðinni í um 4 tíma að skoða :) rosa gaman og rétt í bláendann þá náðum við að versla pínu :) um kvöldið þá fórum við út að éta á sama stað og lifandi rækjurnar voru á... held við förum ekki þangað aftur! allavega ekki ég takk... pantaði mér "fillet beef with black pepper"... ég ákvað að gefa staðnum einn séns í viðbót og var alveg á því að þetta gæti nú ekki verið neitt annað en nautasteik með pipar... ekki aldeilis! var í fyrsta lagi ekki rassgat "fillet" heldur steiktir, niðursneiddir gúllasbitar - í kös með ofsoðnum chilipipar ávöxtum! sem betur fór þá tók ég ekki fyrsta bitann því þetta var svooo sterkt! gat ekki étið neitt af þessu... hehe :) ég át bara frá hinum og fékk mér bjór...
.
"fillet beef with black pepper"
.
eftir matinn þá fórum við í innflutningspartý til píu sem heitir hillary (frá írlandi), þar var fyrir komið meirihlutinn af liðinu sem við erum búin að kynnast á scarlet og að sjálfsögðu var haldið þangað eftir partýið... rosa stuð en bara ég og mikael þraukuðum á litla scarlet til um 7 um morguninn :)
.
sun var náttlega slatta þynnka eftir langt kvöld og dagurinn í dag hefur barasta verið nokkuð rólegur... vaknaði að vísu fyrst af heimilinu og beint út í búð að kaupa eitthvað í ísskápinn... og eldaði svo lummur handa liðinu :) heldur betur húsmóðirin...