sæl og verið velkomin... ekki mikið búið að blogga hér... það verður að hafa það, er búin að vera heima í jólafríi og vinna af mér rassgatið... ekki í eiginlegum skilningi þó... held reyndar að það séu líkur á að ég hafi frekar bætt aðeins á það...
hef komist að því að bloggið mitt sé ansi litlaust miðað við marga af mínum vinum... veit ei hvað það er en nenni voða lítið að standa í endurbætum... bíð með það þar til ég kaupi ljóta íbúð... er líka betri í því :)
jújú, ég er búin að selja!!! skrifa undir samninga á morgun og á að fá um 3 millur þá... ekki lítið :) en svo eru jú alltaf skuldir sem þarf að borga og ég enda því með nokkuð minni pening í vasanum en þessar 3... planið er svo að kaupa sæmilega illa farna íbúð í köben góðu... og gera hana upp á námsárum mínum... hljómar svaka pró!!! námsárum mínum... djíses, held ég sé alveg að verða stór... svo er ég sífellt að lenda í því að mistúlka aldur hjá fólki... gleymi því stundum að ég sé að vera hálffimmtug... "er hann ungur?" spyr hún... ég svara: "já, svona 30-35!!!" það er bara ekki rassgat ungt... miðað við betri og yngri tíma... en í allt önnur mál:
um daginn þegar ég var við mitt hefðbundna sjónvarpsgláp þá skipti ég yfir á poppTV... þar var einhver fréttaskýringaþáttur að ég hélt, from the USA... jújú, mér fannst það nú skárri kostur en allt hitt draslið... fyrsta fréttin fjallaði um klám á netinu og að nýleg rannsókn sýndi að kellingar eru um 40% þeirra sem er húkt á því... neinei og seisei... það eru ekki einungis kallarnir sem eru í þessu... allavega, fréttin var aðallega um samviskubit kristinna kellinga í USA... mér fannst það svo sem ekkert skrýtið, kannski náði rannsóknin bara til þeirra... svo var fréttin búin og þulurinn byrjaði að tala um hvernig væri best að komast yfir þessa blessuðu fíkn... jújú, trúa á jesú krist og þar fram eftir götunum og ef það virkaði ei þá væri um að gera að losa sig við tölvuna... svo byrjaði önnur frétt um fólk sem næstum var orðið gjalþrota og aftur talað um hjálp jesú krists....
við erum að tala um það að ég fattaði ekki fyrr en þarna að ég var að horfa á Omega... ekkert smá heimsk!!! ýtti óvart á 5 í staðinn fyrir 4 á helvítis fjarstýringunni... held ég sé hreinlega ekki í lagi!!!
annars er ég ekki á leið til köben fyrr en 7.feb. ætla mér að vinna eilítið meira og reyna mitt besta til að fara að skíta peningum í næsta mánuði... get þá vonandi keypt mér mannsæmandi mat í stað hundamatar...
over and out...
fimmtudagur, janúar 20, 2005
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)